Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurRúna Þorkelsdóttir 1954-
VerkheitiTitill óþekktur
Ártal2007-2008

GreinTextíllist, Hönnun - Textílhönnun (fjöldaframleitt efni)
Stærð100 x 200 cm

Nánari upplýsingar

NúmerS-RÞ-16
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAlmenn listmunaskrá

EfniGerviefni
AðferðTækni,Þrykk,Flatþrykk,Silkiþrykk
HöfundarétturRúna Þorkelsdóttir 1954-

Lýsing

Textílefnin eru hönnuð af Rúnu Þorkelsdóttur og Tao Kurihara. 


Sýningartexti

Bókverkið Paperflowers eftir Rúnu Þorkelsdóttur var gefið út í 100 innbundnum bókum árið 1998. Árið 2007 keypti Tao Kurihara, hönnuður hjá tískuhúsinu Comme des Garçons, Paperflowers í bókverkabúð í Tokyo og hafði samband við Rúnu. Hófst þá skapandi samvinna þeirra við gerð fataefnis út frá verkunum. Þær völdu myndir og skeyttu saman beint án þess að nota myndvinnsluforrit svo greinilega sést að myndirnar eru í upprunalegri A4-stærð með hvítum röndum á milli. Tao Kurihara hannaði síðan sumarlínu úr fataefnunum sem var kynnt á tískusýningu í verslun Comme des Garçons í París 2008. Fatalínan vakti mikla athygli, var fjallað um hana í helstu tískutímaritum og meðal kaupenda flíka úr línunni var Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna. 


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Safnasafninu á Svalbarðsströnd, grunndeild þess telur um 6.000 verk, en að auki eru um 3.000 verk í textíldeild, 682 verk í Stofu Ingvars Ellerts Óskarssonar, um 120.000 verk í Kiko-korriró-stofu Þórðar G. Valdimarssonar og 5.778 verk í Stofu Thors Vilhjálmssonar. Meirihluti safneignar er eftir myndlistarmenn sem vinna á sjálfsprottinn hátt en safnið á líka mörg verk eftir lærða listamenn, innlenda sem erlenda.

 

Skráning verka í grunndeild hófst árið 2015 og flutningur á gögnum yfir í Sarp í janúar 2018. Þegar sú skráning kemst í eðlilegan farveg þannig að hægt sé að halda í horfinu, þá verður hugað í stofum og textíldeild.

 

Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.