Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


HeitiPrjónavél

StaðurDrangar
Sveitarfélag 1950Árneshreppur
Núv. sveitarfélagÁrneshreppur
SýslaStrandasýsla (4900) (Ísland)
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer2022-4-1
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
EfniJárn

Lýsing

Amma mín, Karítas Ragnheiður Pétursdóttir Söebech (f. 11/9 1892 - d. 1/1 1989) eignaðist þessa prjónavél árið 1926. Þá bjó hún og afi, Eiríkur Guðmundsson (f. 07/1 1895 - d. 25/6 1976) á Dröngum í Árneshreppi. 

Þau fluttu suður fyrst á Akranes og síðan á Kópavogsbraut 95 í Kópavogi. Þar man ég vel eftir ömmu að nota prjónavélina sem hún notaði mikið til að gera ullarboli og buxur fyrir afkomendur sína.

Ég gæti trúað að amma hafi notað prjónavélina í um 50 ár eða þar til afi fellur frá og hún flytur til dóttur sinnar.

Gyða Þórisdóttir er gefandi, maðurinn hennar koma með prjónavélina til okkar.

Þetta aðfang er í Sauðfjársetri á Ströndum. Safnið varðveitir yfir 1000 muni, fjölda skjala og bóka, nokkur listaverk, u.þ.b. 2000 eldri ljósmyndir og um 4000 samtímamyndir. Einnig er safnað minningum Strandamanna og margvíslegum fróðleik með spurningaskrám og viðtölum. Árið 2017 stendur yfir skráningarátak þar sem upplýsingar um eldri myndir og muni eru skráðar í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.