LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiUllarband
Ártal1937

LandÍsland

Hlutinn gerðiSamband sunnlenskra kvenna
GefandiSamband sunnlenskra kvenna

Nánari upplýsingar

NúmerR-9356
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
EfniUllarband
TækniTækni,Textíltækni,Spuni

Lýsing

Sýnishorn, band í bekkábreiðu. Spunnið af Þórlaugu Bjarnadóttur Gaulverjabæ. Úr sýnishornasafni Sambands sunnlenskra kvenna (SSK), frá árinu 1937.

Samband sunnlenskra kvenna var stofnað í Þjórsártúni 30.september 1928 og er samtök kvenfélaga í Rangárvalla- og Árnessýslu. Markmið sambandsins eru að vinna að aukinni húsmæðrafræðslu, efla heimilisiðnað og garðrækt, og viðhalda þjóðlegum verðmætum.

Þetta aðfang er í Skógasafni. Heildarfjöldi gripa í safninu er um 15.000. Um 10.000 gripir hafa verið skráðir í Sarp sem er um 70% safnkostsins. Um er að ræða fullnaðar-skráningu án mynda og upplýsinga um geymslustað. Jafnframt er ætlunin að skrá geymslustað og ljósmynda gripi og setja inn í Sarp. Það er ærið verk og ræðst af fjárhagsstöðu safnsins. Um 5.000 ljósmyndir hafa verið handskráðar.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.