LeitaVinsamlega sýnið biðlund
TitillGlósubók
Ártal1980-2000

ByggðaheitiKópavogur
Sveitarfélag 1950Kópavogshreppur
Núv. sveitarfélagKópavogsbær
SýslaGullbringusýsla (2500) (Ísland)
LandÍsland

GefandiIngi Örn Grétarsson 1978-
NotandiGrétar Felix Felixson 1947-2022

Nánari upplýsingar

Númer2024-2-39
AðalskráMunur
UndirskráÖndvegisstyrkur, Almenn munaskrá
Stærð20,4 x 13,4 x 1,8 cm
EfniPrentpappír
TækniTækni,Prentun

Lýsing

Glósubók Grétars F. Felixsonar um ýmsar flugvélar. Bókin er ljósgræn og farið að sjá á henni. Á hana er skrifað  Douglas DC-8-63/73 og 43-55-62-61. Á kilinum stendur: Douglas DC-8. Á blaðsíðum eru bláir merkimiðar sem standa út.  Í bókinni eru handskrifaðar upplýsingar um ýmsar Douglas vélar Loftleiða.

 

Grétar Felix Felixson fæddist í Reykjavík 7. júní 1947. Hann lést 25. janúar 2022.

Grétar var rafeindavirki að mennt. Á yngri árum starfaði hann sem hlaðmaður hjá Loftleiðum, þá rak hann eigið radíóverkstæði og var til sjós, en starfaði lengst af hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli.

Grétar var mikill flugáhugamaður og var virkur félagi í Flugbjörgunarsveitinni. Hann var einn af stofnfélögum Íslenska flugsögufélagsins og vann m.a. við endursmíði á flugvélinni TF-ÖGN, sem er fyrsta flugvélin sem er alfarið hönnuð og smíðuð á Íslandi.

Flugsafn íslands var stofnað 1999. Hlutverk safnsins er að safna og varðveita sögu flugsins á Íslandi, vekja athygli á mikilvægi þess og geyma sögu þeirra sem að flugmálum hafa komið.

 


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.