LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiSjónvarp
Ártal1968

StaðurBjarmastígur 15
Sveitarfélag 1950Akureyri
Núv. sveitarfélagAkureyrarkaupstaður
SýslaEyjafjarðarsýsla
LandÍsland

GefandiAndrea Þorvaldsdóttir
NotandiÞorvaldur Guðjónsson

Nánari upplýsingar

Númer12069/1995-55
AðalskráMunur
UndirskráMunaskrá - MSA
Stærð81 x 42 x 87 cm
EfniTekkspónn

Lýsing

Svart/hvítt sjónvarp af gerðinni FESTIVAL 23" SJALUSE frá RADIONETT. Sjónvarpið er í innbyggðum skáp sem er úr spónaplötu sem er spónlagður með tekkspæni. Framan á er sjaluse rennihurð og er hægt að læsa hurðinni. Skápurinn er á grind með fjórum fótum og er hægt að losa hana frá. Aftan á tækinu er límmiði sem á stendur m.a. "Stampel kr. 275, Veilende pris kr. 2450". Tækið mun vera framleitt Norðurlandamarkað þar sem leiðbeiningar eru á skandinavísku og vottunarmerki eru frá Svíþjóð og Noregi.

Þetta aðfang er í Minjasafninu á Akureyri. Safnkostur safnsins skiptist í gripi og ljósmyndir. Gripir eru um 15.000, þar af 8.793 skráðir í Sarp. Ljósmyndir eru um 3.000.000. Fjöldi safngripa er áætlaður. Öll ný aðföng sem berast safninu eru skráð á afsalseyðublað áður en endanleg skráning fer fram í Sarp. Ljósmyndir af gripum munu verða settar inn eins fljótt og auðið er.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.