Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
HeitiViðurkenningarskjal, + ástæða, Viðurkenningarskjal, + ástæða
Ártal1924

LandÍsland

Hlutinn gerðiSigurjón Ólafsson, Héraðssambandið Skarphéðinn

Nánari upplýsingar

Númer2023-10-7
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð31 x 41 cm

Lýsing

Innrammað viðurkenningarskjal frá Héraðssambandinu Skarphéðni til Ungmennafélags Eyrarbakka. UmfE  "hlaut hæsta vinningatölu - 15 stig - á íþróttamóti við Þjórsárbrú 28. júní 1924." Undir skjalið skrifa Sigurður Greipsson, Aðalsteinn Sigmundsson og Sigurjón Sigurðsson. Neðst í hægra horni er nafn þess sem gerði skjalið sem var Sigurjón Ólafsson myndhöggvari sem hefur sumarið 1924 verið 16 ára. 

Óvíst er um uppruna skjalsins til Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka. 

Þetta aðfang er í Byggðasafni Árnesinga. Fjöldi færslna hjá safninu var í árslok 2022 sem hér segir: Fornleifar 916, safnmunir 7.418, ljósmyndir 6.788. Í þessum tölum eru safnmunir Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka og Tónminjaseturs Íslands.

Söfnun muna til Byggðasafns Árnesinga hófst árið 1953. Safnkosturinn er að stærstum hluta skráður í Sarp.

Allar leiðréttingar og viðbótarupplýsingar eru vel þegnar.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.