135 Menningaráhrif - Innan girðingar og utan
Kafli 1 af 7 - Tengsl við varnarliðið
Hver voru þín fyrstu kynni af varnarliðinu á Vellinum?
Maður vissi alltaf að vellinum. Það var óttablandin virðing fyrir hermönnunum og það gengu sögur um að ef maður reyndi að smygla sér inn á svæðið, undir girðinguna td að þá mættu hermennirnir í hliðinu skjóta mann.
Komst þú einhvern tímann inn á svæðið?
Já við fórum alltaf krakkarnir 4.júlí þegar þeir voru með karnivalið, þá máttu allir koma inn í 815 hangerinn/ flugskýlið. Þar var margt mjög spennandi sem ekki var til á Íslandi td karameluð epli, sælgæti frá usa og það sem var mest spennandi = draugahúsið sem hermennirnir sáu um. Það var rosalega ógnvekjandi og eftirminnilegt. Svo voru skemmtiatriði: kántrýmúsík og við máttum skoða herflugvélar og fl.Þetta var alltaf skemmtilegur dagur og ómissandi hluti af sumrinu. Við komum heim hlaðin sælgæti og dr. pepper dósum.
Svo var ég svo heppin 11 ára gömul (1987) að fara með vinkonu minni inná svæðið á halloween (trick or treat). Pabbi hennar var að vinna uppá velli og mátti því fara á svæðið. Þetta var ótrúlegt tækifæri og eftirminnilegt. Löngu seinna byrjaði fólk í Reykjanesbæ að halda Halloween með sama hætti. Seinna fór ég á svæðið með kærastanum mínum sem var að vinna þar. Við fórum á wendys. Ég man hvað mér fannst þetta allt kanalegt.
Áttir þú vin eða vini sem voru í varnarliðinu eða tilheyrðu fjölskyldu sem var hér á vegum hersins? Ef svo er, ertu enn í sambandi við það fólk?
1986, Ég þá 10 ára átti bandarískan vin, Tom sem bjó með pabba sínum í Keflavík rétt hjá mínu húsi. Pabbi hans var háttsettur hjá hernum. Við lékum mikið saman og ég lærði að tala ensku. Hann kenndi mér að spila Uno og hann lék með okkur krökkunum í hverfinu í eina krónu og fl.
Vinur Tom af vellinum: Chris var stundum hjá honum og við vinkonurnar vorum agalega skotnar í honum, var svo sætur. Saman fórum við krakkarnir í bíó og fl. Ég man eftir að hafa kvatt Tom og pabba hans þegar þeir fluttu aftur til usa. mamma hans bjó ekki hjá þeim, veit ekki hvar hún var. Ég man ekki eftirnafnið þeirra, annars væri ég eflaust búin að leita af Tom á facebook td.
Þekkir þú til þess að bandarískir hermenn hafi kvænst íslenskum konum? Fluttu þær fjölskyldur af landi brott eða settust þær að á Íslandi?
Maður heyrði um það og hugtakið kanamella var þekkt og fengu nokkrar konur talsvert eldri en ég þann stimpil á sig jafnvel bara fyrir að koma nálægt aðalhliðinu.
Kafli 2 af 7 - Tónlist, útvarp og sjónvarp
Hlustaðir þú á tónlist frá Bandaríkjunum? Hafði koma bandaríkjahers til Íslands áhrif þar á?
Ekki á mína kynslóð nei.
Hlustaðir þú á útvarpssendingar frá Vellinum? Af hverju? Þurftir þú að leggja eitthvað á þig til að ná útsendingunni?
Ég man ekki eftir svokölluðu kana útvarpi.
Horfðir þú á sjónvarspútsendingar frá Vellinum (Kanasjónvarpið)? Af hverju? Þurftir þú að leggja eitthvað á þig til að ná útsendingunum?
Nei
Kafli 3 af 7 - Íþróttir
Kannast þú við að einhverjar íþróttir hafi sérstaklega verið stundaðar á Vellinum? Ef svo er, hvaða íþróttir? Fylgdist þú með iðkendum æfa eða keppa?
Nei
Sóttir þú einhvern tímann landsleik í íþróttahúsi á Vellinum? Manstu hvaða leikur það var?
Ekki svo ég muni.
Kafli 4 af 7 - Matarmenning og varningur
Segðu frá þínum kynnum af bandarískum mat ef einhver voru. Tileinkaði þín fjölskylda sér bandarískar matarhefðir? Var bandarískur matur á borðum á þínu heimili? Ef svo er, hvers konar matur var það? Var hann eldaður eftir uppskrift? Ef svo er, hvaðan var uppskriftin fengin?
Nei
Manst þú eftir einhverjum varningi sem eingöngu var hægt að fá á Vellinum? Hafðir þú aðgang að slíkum varningi? Ef svo er, eftir hvaða leiðum?
Kalkúnn var víst eftirsóttur. Gosdósirnar og sælgætið. Mamma vinkonu minnar var að vinna i Navy exchange og hún smyglaði stundum fötum og fl heim úr vinnunni.
Kafli 5 af 7 - Hefðir
Kannast þú við ákveðnar hefðir sem stundaðar voru á Vellinum? T.d. í tengslum við jólahald, hrekkjavöku eða þakkargjörð? Var Íslendingum boðið að taka þátt? Kannast þú við að Íslendingar hafi tekið þessar hefðir upp?
Halloween. Það var mikið umtalað hversu eftirsótt og spennandi væri að komast uppá völl á trick or treat. Sumir, þeir allra hugrökkustu reyndu að smygla sér inná svæðið þegar Halloween var.
Eftir að herinn fór þá byrjuðu íbúar Reykjanesbæjar að halda hrekkjavöku. Þessi hefð hefur farið stigvaxandi og er orðin ómissandi hluti af haustinu
Kafli 6 af 7 - Frásagnir og sögur
Þekkir þú eða hefur heyrt sögur, brandara, gátur eða önnur munnmæli sem tengjast veru bandaríkjahers í Keflavík?
Það fóru slíkar sögusagnir um hermennina að þeir væru kvennabósar. Ef við stelpurnar vorum að húkka okkur far í rvk þá forðuðumst við gulu bílnúmerin.
Svo þegar við ungu skvísurnar vorum á djamminu í Keflavík (1995) þá þurftum við oft að hunsa hermennina sem voru mjög oft að daðra við okkur með augum og orðum.
Einu sinni gekk hermaður upp að mér og bauð mér greiðslu fyrir kynlíf. Ég neitaði :)
Eru einhverjir málshættir, orðtök eða frasar sem tengjast hernum? Ef svo er, notar þú þá í daglegu tali? En í gríni?
kanalykt, kanalegt, kanamella
Kafli 7 af 7 - Að lokum
Við hvaða tímabil miðast svörin þín hér að framan?
1982 - 2002
Er eitthvað sem þú vilt bæta við sem hefur ekki komið fram nú þegar?
Hefur þú einhverjar athugasemdir við þessa spurningaskrá?