Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Ártal1965-1978

LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Karlkyns / 1958

Nánari upplýsingar

Númer2023-1-5
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
SentMóttekið8.1.2024

Kafli 1 af 7 - Tengsl við varnarliðið

Hver voru þín fyrstu kynni af varnarliðinu á Vellinum?

Það var Kana-sjónvarpið. Við áttum heima út á landi en móður amma mín hafði flut til Reykjavíkur frá Akureyri og hún hafði keypt sjónvarp (svart/hvítt). Alltaf þegar við heimsóttum hana var mikið legið yfir sjónvarpinu og horft á Bónansa og fleyri þætti.


Komst þú einhvern tímann inn á svæðið?

Já í fyrst í júní 1967. Pabbi var áhugamaður um flug og þegar Gullfaxi, fyrsta þota íslendinga kom til Íslands fórum við fjölskyldan suður að skoða hana.Við fórum í heimsókn til ættingja pabba í Keflavík sem höfðu flutt þangað úr Helgafelssveit og Stykkishólmi. Þegar við voru að fara aftur til Reykjavíkur datt pabba í hug að fara upp á Völlinn. Við vorum vitanlega stöðvuð í hliðinu og áttum ekkert að fá að fara lengra. Íslenskur lögreglumaður sem var í hliðinu/skúrnum fannst þetta eitthvað svo hjartnæmt (eða sveitamennska) að íslensk fjölskylda sem aldrei hafði komið á Völlinn og aldrei farið erlendis langaði að skoða sig um innan girðingar. Þetta fjékk þann farsæla endi að lögreglumaðurinn ók á undan okkur hring um svæðið og við eltum. Okkur eldri systkynunum, mér og systur minni sem er einu ári eldri, fanst þetta mjög merkilegt og lifðum lengi á því að monta okkur á þessari ferð við vinina heima í Stykkishólmi.

Ég fór síðan afrur ínn á vallarsvæðið og í flugstöðina 1978 þegar ég fór í mína fyrstu utanlandsferð sem var skólaferðalag með Vélskóla Íslands.


Áttir þú vin eða vini sem voru í varnarliðinu eða tilheyrðu fjölskyldu sem var hér á vegum hersins? Ef svo er, ertu enn í sambandi við það fólk?
Þekkir þú til þess að bandarískir hermenn hafi kvænst íslenskum konum? Fluttu þær fjölskyldur af landi brott eða settust þær að á Íslandi?

Tvær frænkur mömmu kvæntust amerískum hermönnum, áttu með þeim börn og fluttu til Bandaríkjanna. Önnur þessara frænkna mömmu hefur verið að koma í heimsóknir til Íslands á sínum efri árum.



Kafli 2 af 7 - Tónlist, útvarp og sjónvarp

Hlustaðir þú á tónlist frá Bandaríkjunum? Hafði koma bandaríkjahers til Íslands áhrif þar á?

Já mamma átti plötur með bandarískri tónlist og Elvis Presley var í uppáhaldi hjá henni. Pabbi spilaði tónlist með Glenn Miller en pappi spilaði á klarinett og harmonikku.


Hlustaðir þú á útvarpssendingar frá Vellinum? Af hverju? Þurftir þú að leggja eitthvað á þig til að ná útsendingunni?

Nei náðust ekki vestur í Stikkishólm en þar var hægt að hlusta á Radio Luxumburg.


Horfðir þú á sjónvarspútsendingar frá Vellinum (Kanasjónvarpið)? Af hverju? Þurftir þú að leggja eitthvað á þig til að ná útsendingunum?

Já þegar við vorum í heimsókn hjá ömmu í Reykjavík.



Kafli 3 af 7 - Íþróttir

Kannast þú við að einhverjar íþróttir hafi sérstaklega verið stundaðar á Vellinum? Ef svo er, hvaða íþróttir? Fylgdist þú með iðkendum æfa eða keppa?

Já það var spilaður körfubolti þar og það var einnig vinsælasta boltaíþróttin heima í Stykkishólmi.


Sóttir þú einhvern tímann landsleik í íþróttahúsi á Vellinum? Manstu hvaða leikur það var?

Nei gerði það ekki.



Kafli 4 af 7 - Matarmenning og varningur

Segðu frá þínum kynnum af bandarískum mat ef einhver voru. Tileinkaði þín fjölskylda sér bandarískar matarhefðir? Var bandarískur matur á borðum á þínu heimili? Ef svo er, hvers konar matur var það? Var hann eldaður eftir uppskrift? Ef svo er, hvaðan var uppskriftin fengin?

Man ekki eftir neinum mat sem var sérstaklega tengdur Vellinum.


Manst þú eftir einhverjum varningi sem eingöngu var hægt að fá á Vellinum? Hafðir þú aðgang að slíkum varningi? Ef svo er, eftir hvaða leiðum?

Nei man ekki eftir varningi sem fékst eingöngu á Vellinum.



Kafli 5 af 7 - Hefðir

Kannast þú við ákveðnar hefðir sem stundaðar voru á Vellinum? T.d. í tengslum við jólahald, hrekkjavöku eða þakkargjörð? Var Íslendingum boðið að taka þátt? Kannast þú við að Íslendingar hafi tekið þessar hefðir upp?

Já Halloween, ég kynntist þessari hátíð hjá frændum mínum sem voru hálf Bandarískir og bjuggu í Keflavík þar til þeir fluttu til USA.



Kafli 6 af 7 - Frásagnir og sögur

Þekkir þú eða hefur heyrt sögur, brandara, gátur eða önnur munnmæli sem tengjast veru bandaríkjahers í Keflavík?

Nei


Eru einhverjir málshættir, orðtök eða frasar sem tengjast hernum? Ef svo er, notar þú þá í daglegu tali? En í gríni?

Nei



Kafli 7 af 7 - Að lokum

Við hvaða tímabil miðast svörin þín hér að framan?

1965 til 1978


Er eitthvað sem þú vilt bæta við sem hefur ekki komið fram nú þegar?

Nei


Hefur þú einhverjar athugasemdir við þessa spurningaskrá?

Nei


Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana