Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Ártal1960-1996

LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Karlkyns / 1960

Nánari upplýsingar

Númer2023-1-2
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
SentMóttekið4.1.2024

Kafli 1 af 7 - Tengsl við varnarliðið

Hver voru þín fyrstu kynni af varnarliðinu á Vellinum?

Sem barn þá bjó í Grænás, sem þrjú fjölbýlishús, innan girðingar, ætluð fyrst og fremst fyrir starfsmenn ríkisins sem höfðu með höndum störf innan girðingarinnar.

Fyrstu kynninn voru í gegnum sjónvarpið sem var á heimilinu frá því að ég man eftir mér. Á laugardagsmorgnum var barnaefni í boði sem byrjaði með teiknimyndum, síðan var sýnt "Lost in Space" og þar á eftir "Voyage to the Bottom of the Sea". Í hádeginu byrjaði "Wresting".


Komst þú einhvern tímann inn á svæðið?

Eins og segir að ofan á bjó ég fyrstu 10 árin innan girðingar.

Börnin í Grænás sóttu barnamessu í réttarsalinn á lögreglustöðinni þ.e. lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli. Við fengum líka að sækja ýmsa viðburði hjá varnarliðsmönnum og eitt skiptið á sjónvarpsstöðina þar sem barnakórin söng.


Áttir þú vin eða vini sem voru í varnarliðinu eða tilheyrðu fjölskyldu sem var hér á vegum hersins? Ef svo er, ertu enn í sambandi við það fólk?

Nei.


Þekkir þú til þess að bandarískir hermenn hafi kvænst íslenskum konum? Fluttu þær fjölskyldur af landi brott eða settust þær að á Íslandi?

Já. Man eftir mörgum sem giftust hermönnum og einnig að mörg þessara sambanda voru skammvinn.



Kafli 2 af 7 - Tónlist, útvarp og sjónvarp

Hlustaðir þú á tónlist frá Bandaríkjunum? Hafði koma bandaríkjahers til Íslands áhrif þar á?

Já svo sannarlega. Það var bara kanaútvarpið og gufan í boði.


Hlustaðir þú á útvarpssendingar frá Vellinum? Af hverju? Þurftir þú að leggja eitthvað á þig til að ná útsendingunni?

Já. Þar var besta tónnlistinn og ekki þurfti að hafa neitt fyrir því að hlusta á hana.


Horfðir þú á sjónvarspútsendingar frá Vellinum (Kanasjónvarpið)? Af hverju? Þurftir þú að leggja eitthvað á þig til að ná útsendingunum?

Fyrst um sinn var þetta tiltölulega einfalt að ná útsendingunni en síðar meira var þrengt að. Keypt var sérstakt loftnet til að geta náð útsendingunni.



Kafli 3 af 7 - Íþróttir

Kannast þú við að einhverjar íþróttir hafi sérstaklega verið stundaðar á Vellinum? Ef svo er, hvaða íþróttir? Fylgdist þú með iðkendum æfa eða keppa?

Já, körfubolti. Ég sótti æfingar í íþróttahús varnarliðsins og oftsinnis, eftir skóla, þá fórum við félagarnir í íþróttahúsið til að spila körfubolta.


Sóttir þú einhvern tímann landsleik í íþróttahúsi á Vellinum? Manstu hvaða leikur það var?

Já, einu sinni og var það handboltaleikur. Man ekki hvaða ár það var.



Kafli 4 af 7 - Matarmenning og varningur

Segðu frá þínum kynnum af bandarískum mat ef einhver voru. Tileinkaði þín fjölskylda sér bandarískar matarhefðir? Var bandarískur matur á borðum á þínu heimili? Ef svo er, hvers konar matur var það? Var hann eldaður eftir uppskrift? Ef svo er, hvaðan var uppskriftin fengin?

Ekki var um neinar bandarískar matarhefðir um að ræða á heimilinu.


Manst þú eftir einhverjum varningi sem eingöngu var hægt að fá á Vellinum? Hafðir þú aðgang að slíkum varningi? Ef svo er, eftir hvaða leiðum?

Já, og það var bjór. Sem unglingur á sóttum við í bjórsjálfsalana sem staðsettir voru í íverustað hermannanna. Þar gátum við keypt bjór sem smyglað var út af svæðinu. Ég man ekki eftir að hermennirnir hafi nokkurn tíma amast við kaupum okkar.



Kafli 5 af 7 - Hefðir

Kannast þú við ákveðnar hefðir sem stundaðar voru á Vellinum? T.d. í tengslum við jólahald, hrekkjavöku eða þakkargjörð? Var Íslendingum boðið að taka þátt? Kannast þú við að Íslendingar hafi tekið þessar hefðir upp?

All algengt var að við klæddum okkur upp og fórum í hús til sníkja sælgæti á hrekkjarvöku. Komið var heim með fullan poka af amerísku sælgæti.

Ekki er annað að sjá en að íslendingar hafi tekið upp þessa hefð sem etv. eru leyfar frá minningu þeirra sem gengu í húsins á varnarsvæðinu. Þetta er þó á síðustu árum og má etv. leiða líkur að hér sé um ræða áhrif frá sjónvarpi en setuliðinu.



Kafli 6 af 7 - Frásagnir og sögur

Þekkir þú eða hefur heyrt sögur, brandara, gátur eða önnur munnmæli sem tengjast veru bandaríkjahers í Keflavík?

Rétt er að taka fram að ekkert að starfsemi bandaríkjahers var innan marka sveitarfélagins Keflavík. Á Suðurnesjum var starfssemin, þ.e.a.s. varnarsvæði innan marka sveitarfélaganna Sandgerðis, Njarðvík, Hafna og að litlum hluta í Grindavík.




Eru einhverjir málshættir, orðtök eða frasar sem tengjast hernum? Ef svo er, notar þú þá í daglegu tali? En í gríni?

Kafli 7 af 7 - Að lokum

Við hvaða tímabil miðast svörin þín hér að framan?

1960 til 1996.


Er eitthvað sem þú vilt bæta við sem hefur ekki komið fram nú þegar?
Hefur þú einhverjar athugasemdir við þessa spurningaskrá?

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana