135 Menningaráhrif - Innan girðingar og utan
Kafli 1 af 7 - Tengsl við varnarliðið
Hver voru þín fyrstu kynni af varnarliðinu á Vellinum?
Það var í gegnum fjölmiðlaumræðu, umræðui á Alþingi, Keflavíkurgöngur o.s.frv.
Komst þú einhvern tímann inn á svæðið?
Ég kom einu sinni inn á svæðið með hóp.
Áttir þú vin eða vini sem voru í varnarliðinu eða tilheyrðu fjölskyldu sem var hér á vegum hersins? Ef svo er, ertu enn í sambandi við það fólk?
Nei.
Þekkir þú til þess að bandarískir hermenn hafi kvænst íslenskum konum? Fluttu þær fjölskyldur af landi brott eða settust þær að á Íslandi?
Kafli 2 af 7 - Tónlist, útvarp og sjónvarp
Hlustaðir þú á tónlist frá Bandaríkjunum? Hafði koma bandaríkjahers til Íslands áhrif þar á?
Nei.
Hlustaðir þú á útvarpssendingar frá Vellinum? Af hverju? Þurftir þú að leggja eitthvað á þig til að ná útsendingunni?
Nei.
Horfðir þú á sjónvarspútsendingar frá Vellinum (Kanasjónvarpið)? Af hverju? Þurftir þú að leggja eitthvað á þig til að ná útsendingunum?
Já, horfði á Kanasjónvarpið. Það voru spennandi þættir og ákveðin nýjung að vera með svona heima í stofu, eins og Combat, og Jacky Gleason show - nú og Ed Sulliwan.
Ekkert að leggja á sig, bara stöng upp á þak.
Kafli 3 af 7 - Íþróttir
Kannast þú við að einhverjar íþróttir hafi sérstaklega verið stundaðar á Vellinum? Ef svo er, hvaða íþróttir? Fylgdist þú með iðkendum æfa eða keppa?
Nei.
Sóttir þú einhvern tímann landsleik í íþróttahúsi á Vellinum? Manstu hvaða leikur það var?
Nei.
Kafli 4 af 7 - Matarmenning og varningur
Segðu frá þínum kynnum af bandarískum mat ef einhver voru. Tileinkaði þín fjölskylda sér bandarískar matarhefðir? Var bandarískur matur á borðum á þínu heimili? Ef svo er, hvers konar matur var það? Var hann eldaður eftir uppskrift? Ef svo er, hvaðan var uppskriftin fengin?
Nei. Ég held að sjónvarpið hafi ekki haft mikil áhrif hvað mat snertir en jú bandarískar pönnukökur komu til sögunnar, deigið var hægt að kaupa tilbúið úti í búð. Og sýróp.
Manst þú eftir einhverjum varningi sem eingöngu var hægt að fá á Vellinum? Hafðir þú aðgang að slíkum varningi? Ef svo er, eftir hvaða leiðum?
Nei.
Kafli 5 af 7 - Hefðir
Kannast þú við ákveðnar hefðir sem stundaðar voru á Vellinum? T.d. í tengslum við jólahald, hrekkjavöku eða þakkargjörð? Var Íslendingum boðið að taka þátt? Kannast þú við að Íslendingar hafi tekið þessar hefðir upp?
Nei.
Kafli 6 af 7 - Frásagnir og sögur
Þekkir þú eða hefur heyrt sögur, brandara, gátur eða önnur munnmæli sem tengjast veru bandaríkjahers í Keflavík?
Nei.
Eru einhverjir málshættir, orðtök eða frasar sem tengjast hernum? Ef svo er, notar þú þá í daglegu tali? En í gríni?
Nei.
Kafli 7 af 7 - Að lokum
Við hvaða tímabil miðast svörin þín hér að framan?
Þau miðast við 1966-1974.
Er eitthvað sem þú vilt bæta við sem hefur ekki komið fram nú þegar?
Nei.
Hefur þú einhverjar athugasemdir við þessa spurningaskrá?
Nei.