Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Ártal1999-2022

LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Óþekkt / 0

Nánari upplýsingar

Númer2022-2-2
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
SentMóttekið29.11.2023

Kafli 1 af 6 - Description of diet

Describe your diet in your everyday life. Do you define your diet in a certain way? If so, what does that definition entail?

Grænmetisæta.
Ég borða einfaldan en fjölbreyttan mat, en einungis grænmetisfæði. Ekki kjöt, ekki fisk.


For how long have you adhered to this diet?

Síðan árið 1999



Kafli 2 af 6 - Reasons and experience

What made you change your diet? What are the main reasons behind the decision and why do you stick with it?

Upphaflega hætti ég vegna matareitrunar vegna neyslu kjöts og vegna vinnu í frystihúsi og ákvað að prófa að hætta alveg. Síðan þá hef ég breytt um lífsstíl og nú viðheld ég þessu mataræði í þágu vellíðunar og af andlegum ástæðum.


Where did you first hear about this diet? How did the change occur? Suddenly or gradually?

Ég man ekki hvar ég heyrði fyrst um þetta, en ég vissi að þetta væri til og þegar ég veiktist þá var ég ákveðin í að gerast grænmetisæta. Það var mjög auðvelt, mjög fljótlega var ég hætt öllu nema grænmetisfæði.


Has your approach or perspective changed in any way since you started this diet? Can you give an example?

Það eina sem hefur breyst er að ég er ánægðari með þetta mataræði með tímanum - og mismunandi viðhorf styrkja þetta mataræði.


Have you experienced any changes in yourself following a changed diet? For example changes in how you feel (physically or mentally), your sense of taste, your behaviour, interests, or social life? If yes, please describe the changes or give examples.

Mér líður mjög vel - það er svo langt síðan ég hef neytt kjöts og fisks að ég get ekki svarað þessu varðandi líkamlega líðan. Áhugamál og félagslíf hafa ekki breyst í gegnum mataræðið, en hinsvegar sé ég að það styrkir þann lífsstíl sem ég vil viðhalda.



Kafli 3 af 6 - Your diet in everyday life

Where do you usually shop for groceries? What determines what goes into your shopping basket? (Does f. ex. pricing matter? The origin of the product? How about marketing and advertisement? The information on the labels and packaging? The layout of the store?)

Ég versla yfirleitt í stórum matvöruverslunum, Bónus og Krónunni. Ég reyni að kaupa ódýrar vörur, oftast ferskar eða frosnar og reyni að vera hagsýn - hvað geymist vel. . Verð skiptir vissulega máli. Uppsetning verslunarinnar skiptir ekki höfuðmáli, enda kaupi ég mikið til sömu vörurnar. Merkingar skipta máli, ég kaupi frekar vörur sem eru vel merktar frekar en illa merktar.


Where you live, how is the access to the food or raw materials you need to be able to follow your diet?

Mjög gott úrval í dag. Úrvalið hefur aukist til hins betra.


How much interest do you have in food and cooking in general? Is food an important aspect of your life? How much time do you devote to thinking about, making and consuming food? Do you enjoy trying out new recipes, or even coming up with your own?

Matargerð hefur ekki sérstakan sess - matargerð er eitthvað sem fylgir hversdeginum. Ég stunda það ekki að finna upp nýjar uppskriftir eða leita uppi nýjar. Þykir það þó gaman.


What characterises good food? (For ex. regarding taste, smell, texture, appearance, or other qualities?)

Matur sem gerður er úr ferskum hrávörum, vel eldaður, vel kryddaður, vel samsettur og jafnvel litaval á hráefni. Áferðin skiptir miklu og hvernig hann er framreiddur.


What characterises quality food when it comes to your specific diet? Does it matter for instance if the food is fresh or processed or contains additives?

Matur úr ferskum hrávörum er bestur, þeas. fersk grænmeti - ekki niðursoðið, eins ferskt og hægt er.


Is there anything you especially miss from your previous diet? Why?

Sakna einskis.


How often do you cook at home? What needs to be in place in the kitchen for you to be able to follow your diet? (Any specific tools or equipment, a certain amount of space or anything else?)

Ég elda allt að því á hverjum degi, ca 4-7 sinnum í viku. Þarf ekkert sérstakt, nema eldavél og ofn. Elda yfirleitt nokkuð einfaldan mat. Nota reyndar "töfrasprota" til þess að búa til súpu og smoothie.


How often do you eat out? Where do you prefer to go? Is it easy or difficult to order food that matches your diet in restaurants?

Ég fer sjaldan út að borða, en panta reglulega mat. Það er ekki erfitt að finna mat á matseðlum nú til dags, en misjafnt hversu mikið úrval er. Ég vel oftast staði þar sem mikið úrval er.


What are the main obstacles you have met in your daily life when it comes to following your diet? What would make it even easier for you to follow your current diet?

Engar áskoranir í dag miðað við 1999 þar sem ekkert var til - hvorki á matseðlum veitingastaða né í matvörubúðum - nema ein eða tvær vörur.




Kafli 4 af 6 - Home/family, traditions, and gendered perspectives

Describe your household conditions (How many live in your home? Are there children in the home? etc.). Does everyone follow the same diet as you do? If not, how does that affect your eating habits?

Bý ein.


Do you experience support or criticism from your family, friends, or colleagues/school mates? Does that make a difference for you? Can you give us an example?

Í dag er þetta orðið mjög eðlilegt og fæ lítið af spurningum varðandi þetta. Spurningarnar sem ég fæ eru annað hvort af forvitni, eða það hvort eða afhverju ég sé ekki vegan.
Ég fæ einnig spurningar um það hvort ég nærist nægilega vel einungis á grænmetisfæði.


Do food traditions matter to you, f. ex. during celebrations? Have you had to adapt food traditions to your diet? How so?

Skipta engu máli. Ég hef búið mér til eigin hefðir varðandi mat á hátíðisdögum .


How about dinner parties and gatherings where food is offered? Do you make special arrangements regarding those? What kind of attitudes have you experienced from the hosts or other guests? Please tell us about real-life examples if you have any.

Þetta er yfirleitt mesta áskorunin, ekki fyrir mig heldur þá sem bjóða í mat eða bjóða í veislur. Þeim líður oft illa yfir því að geta ekki boðið mér upp á eitthvað "almennilegt" en ég er ýmsu vön svo það hefur engin áhrif á mig. Ég mæti undirbúin. Nú til dags er yfirleitt alltaf tekið tillit til grænmetisæta.


Have you noticed any specific attitudes or anything else regarding your diet based on your gender? If so, please describe an example.

Fólk hefur sagt við mig að það er auðveldara að vera grænmetisæta sem kona - við þurfum ekki steikur.




Kafli 5 af 6 - Information, education, sustainability and health

Where do you mainly look for information, knowledge, recipes, or inspiration for your diet? Please put in links for any websites or social media accounts that you use (if any).

Ég hef ekki mikið leitað að efni varðandi þetta, ég hef lært inn á sjálfa mig með því að finna hvað er gott fyrir mig og hvað ekki. Ég hef talað við vini og fengið leiðbeiningar frá heilbrigðisstarfsfólki varðandi næringu osfrv. Las fyrir mörgum árum (fyrir tilkomu internetsins) einhverjar næringargreinar frá lækni. Hef stuðst við Ayurveda fræðin.


Do you find it important to educate others about your diet? Why, and how do you do it? / Why not? Please describe some real-life examples.

Ég hef ekki sérstaka þörf eða löngun til þess að fræða aðra um þetta mataræði. Ég svara ef ég er spurð, en hef ekki sérstaklega gert neitt úr því. Þetta er einungis vegna þess að þetta passar mér vel og ég finn að þetta er gott fyrir mig. Ef fólk vill styðja dýravernd / náttúruvernd þá er svo mikið af upplýsingum að fá allsstaðar. Mín upplifun er sú að fræða aðra hjálpar aðeins þeim sem vilja tileinka sér tiltekið mataræði . Því svara ég ef ég er spurð, en kem mér helst hjá því að tala um það.


In your mind, what does sustainability in everyday life entail?
In your mind, what does healthy eating entail? What is healthy food?

Kafli 6 af 6 - Final remarks

Are you planning to continue to follow this diet for the foreseeable future?

Engin spurning.


Is there anything you would like to add that has not been covered so far?
What is your occupation?
What is your level of education?

Meistarapróf


Do you have any remarks or comments on this questionnaire?

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana