134 Norræna félagið og norrænt samstarf
Kafli 1 af 7 - Tengsl þín við Norðurlönd
Hvað tengir þú við Norðurlönd? Hver eru þau og hvað eiga þau sameiginlegt?
Norðurlönd tengjast í gegnum sameiginlega sögu landanna. Á síðari tímum er tengingin frekar sameiginlegur vilji, eins konar hagsmunasamtök ríkja sem hafa svipaðan uppruna, kerfi og viðhorf til samfélagsmála.
Finnst þér Ísland vera eitt af Norðurlöndunum?
Já, tvímælalaust.
Hefur þú ferðast til Norðurlandanna? Var það í frí, eða tengt vinnu eða námi?
Ég hef búið þar stóran hluta ævinnar á ýmsum skeiðum. Hef verið í leik- og grunnskóla, háskóla, doktorsnámi og unnið. Ég fer oft þangað í tengslum við starf mitt og hef líka farið í frí.
Hefur þú búið á einhverju Norðurlandanna? Ef svo, hvar? Hver var tilgangurinn (nám, vinna, með fjölskyldu)?
Já, Í Svíþjóð og Noregi með foreldrum mínum og Finnlandi til að stunda nám og vinna.
Lærðir þú dönsku/sænsku/norsku í skóla? Hefur það nýst þér síðar á ævinni, t.d. í starfi, á ferðalögum eða annað?
Ég "lærði" sænsku, þ.e. tók próf einu sinni á ári. Ég var send fram í fatahengi þegar samnemendur mínir voru í dönsku. Ég vildi sjálf læra dönsku líka en skólinn vildi ekki leyfa mér það. Það var talið "trufla" sænskuna mína.
Hver voru þín fyrstu kynni af norrænu samstarfi?
Ég var í bekk í barnaskóla þar sem voru margir krakkar frá Norðurlöndunum.
Kafli 2 af 7 - Norðurlönd í daglegu lífi
Lestu og skrifarðu norrænt tungumál annað en íslensku? Á hvaða stigi (byrjandi, miðlungs, vel, móðurmál)?
Ég tala sænsku sem móðurmál, mjög góða finnsku og hef passíva kunnáttu í dönsku og norsku, þ.e. ég skil málin mjög vel en svara á sænsku. Ég er með háskólagráðu í norrænum málum og starfaði áður m.a. sem þýðandi og ráðstefnutúlkur.
Eru einhverjir norrænir siðir viðhafðir á þínu heimili? Eða er haldið upp á norrænar hátíðir aðrar en íslenskar (t.d. Sankthans, Mårtensgås, J-dag, Semlans dag eða annað)?
Midsommar, lúsía.
Nýtir þú norræna fjölmiðla, t.d. sjónvarpsrásir, fréttaveitur eða tímarit? Getur þú nefnt dæmi um það?
Ég er áskrifandi af sænsku og finnskum blöðum. Horfi oft á fréttir á SVT og YLE. Mér finnst gremjulegt að hafa ekki aðgang að læstum hluta YLE. Þó hefur þetta lagast mikið með tilkomu internetsins. Ég flutti 10 ára gömul frá Svíþjóð til Akureyrar og þar var ekki eina einustu barnabók að fá á bókasafninu. Tengsl mín við annað móðurmál mitt enduðu snarlega. Ég gat ekki talað við nein á sænsku, heyrði aldrei neinn tala hana og komst ekki lestrarefni. Þetta var vond tilfinning.
Ertu með regluleg tengsl eða áttu í reglulegum samskiptum við einhvern á Norðurlöndum?
Já, mjög mikið.
Ertu í einhverjum samtökum/hópum sem snúast um norræn málefni? Getur þú nefnt dæmi um það?
Já, ég starfa með málfræðingum að rannsóknum.
Tilheyrir þú einhverjum hópum á samfélagsmiðlum sem fjalla um norræn málefni? Getur þú nefnt dæmi um það?
Nei, en ég á marga vini á Norðurlöndum.
Hefurðu miðlað þekkingu þinni til annarra? Hvers vegna og hvernig? Hvers vegna ekki? Getur þú nefnt dæmi um það?
Nei.
Kafli 3 af 7 - Norræn samvinna í námi
Hefur þú stundað nám á Norðurlöndum? Ef svo er, hvað varð til þess að þú valdir að stunda nám þar?
Já, ég kláraði doktorsgráðu í norrænum fræðum. Mig langaði að búa á Norðurlöndum.
Mannst þú eftir norrænum íþróttakeppnum á þinni skólagöngu, t.d. norræna skólahlaupið, norræna skólasundskeppni eða norræna skíðagangan? Tókst þú þátt í slíkum viðburðum?
Nei.
Þekkir þú eða hefur þú tekið þátt í öðrum norrænum skólaverkefnum, til dæmis, Norden í Skolen, vinaskólar eða sótt lýðháskóla?
Nei.
Kafli 4 af 7 - Norræn samvinna í starfi
Hefur norrænt samstarf komið við sögu í þínu starfi? Ef já, þá hvernig?
Já, við erum í miklu samstarfi við norræna félaga, eins og t.d. félag orðabókafræðinga á Norðurlöndunum.
Hefur þú tekið þátt í starfi norrænna fagfélaga? Ef svo, á hvaða sviði?
Já, í norræna orðabókafélaginu.
Hefur þú farið á norrænar ráðstefnur og fundi? Ef svo, hvaða tungumál var notað á fundinum? Var annað tungumál notað utan skipulagðra funda?
Já, mjög oft. Ég tala sænsku.
Kafli 5 af 7 - Reynsla af norrænu samstarfi
Lýstu því norræna samstarfi sem þú þekkir. Hefur viðhorf þitt til norræns samstarfs eitthvað breyst gegnum árin?
Ég hef aðallega átt í samstarfi í gegnum Nordplus språk, t.d. við gerð orðabóka og ýmissa rannsóknaverkefna.
Kannast þú við Norræna félagið og/eða samband Norrænu félagana á Norðurlöndum (FNF)?
Já.
Þekkir þú samstarf stjórnvalda á Norðurlöndum, til dæmis á vettvangi Norrænu ráðherranefndarinnar, Norðurlandaráðs eða á öðrum sviðum? Getur þú nefnt dæmi um það?
Já, ég hef m.a. þýtt fyrir Norrænu ráðherranefndina og verið túlkur á þingi Norðurlandaráðs. Á meðan ég var í námi fórum við líka í vettvangsferðir t.d. á skrifstofuna í Kaupmannahöfn.
Þekkir þú til norræns samstarfs félagasamtaka? Getur þú nefnt dæmi um það?
Nei
Þekkir þú til norræns menningarsamstarfs, til dæmis Norrænu húsanna, norrænna sjóða sem hægt er að sækja styrki í, eða á öðrum sviðum? Getur þú nefnt dæmi um það?
Já, ég hef stundum fengið styrki hér og þar. Stundum úr Nordplus språk, stundum Finnsk-íslenska menningarsjóðsins. Ég vann hér áður fyrr í Norræna húsinu áður en kennsla í norðurlandamálum var færð þaðan. Síðan þá hef ég átt lítið erindi i húsið.
Þekkir þú til norræns samstarf ungmenna, til dæmis Nordjobb eða Norden i skolen? Getur þú nefnt dæmi um það?
Já, ég var Nordjobbari í tvö ár.
Veistu hvar og hvernig þú getur sótt upplýsingar um það sem er í boði á norrænum vettvangi til dæmis styrkjamöguleika, upplýsingar um flutninga milli Norðurlanda o.s.frv.?
Já.
Þekkir þú InfoNorden (Hallo Norðulönd) og hefur þú nýtt þér þá þjónustu?
Já, en ég hef aldrei notað þetta.
Hefur þú tekið þátt í skipulegu norrænu samstarfi, til dæmis á sviði norræns ungmennastarfs, Nordjobb eða sótt norræn höfuðborgar- eða vinarbæjamót?
Já. Ég var Nordjobbari og fór einu sinni á norrænt vinabæjarmót.
Kafli 6 af 7 - Norræna félagið
Þekkir þú starfsemi Norræna félagsins? Ef já, hefur þú tekið virkan þátt í því starfi?
Nei.
Þekkir þú eða hefur tekið þátt í Nordjobb? Getur þú lýstu reynslu þinni?
Já. Það var bara ágætt. Við blönduðum reyndar lítið geði við heimamenn þar sem ég var á vinnustað þar sem lítið var um ungt fólk.
Þekkir þú eða hefur tekið þátt í Snorraverkefninu? Getur þú lýst reynslu þinni?
Nei.
Þekkir þú eða hefur tekið þátt í vinabæjarsamstarfi? Getur þú lýst reynslu þinni?
Já, ég fór 17 ára á vinabæjarmót í gegnum tónlistarskólann. Það var spennandi, sérstaklega þar sem ég þráði mjög heitt að komast aftur til Svíþjóðar og hitta gamla vini.
Þekkir þú til Norrænu bókmenntavikunnar, (bókasafnavikuna)?
Nei.
Kafli 7 af 7 - Að lokum
Sérð þú fyrir þér að norrænt samstarf muni nýtast þér í framtíðinni? Hvernig?
Það nýtist mér alltaf.
Er eitthvað sem þú vilt bæta við sem hefur ekki komið fram nú þegar?
Nei, ekki nema að mér finnst að norrænu sjónvarpsstöðvarnar eigi ekki að læsa aðgangi innan Norðurlandana. Ég þreytist ekki á að tala um þetta. það er fáránlegt að hefta aðgang norðurlandabúa að norrænu efni. Það myndi auðvelda allt málanám ef við hefðum bara beinan aðgang á netinu að því sem við viljum horfa á.
Hefur þú einhverjar athugasemdir við þessa spurningaskrá?
Nei.