134 Norræna félagið og norrænt samstarf
Kafli 1 af 7 - Tengsl þín við Norðurlönd
Hvað tengir þú við Norðurlönd? Hver eru þau og hvað eiga þau sameiginlegt?
Fyrir mér eru Norðurlöndin löndin sem eru nyrst í Evrópu, í rauninni það sem manni var kennst í landafræði í grunnskóla. Á milli þeirra er mikið samstarf, svipuð menning og gildi og eiga mörg þeirra sér sameiginlega sögu. Löndin eru með mismikil tengsl og þá á mismunandi vegu. Ísland og Danmörk eiga sér mjög tengda sögu, Íslenndingar læra dönsku og var algengt að fólk menntaði sig í Danmörku. Við eigum öðruvísi söguleg tengsl við Noreg og þá meira tengt við sagnfræði og fornsögur.
Finnst þér Ísland vera eitt af Norðurlöndunum?
Að mínu mati er Ísland eitt af Norðurlöndunum en ekki Skandinavíu, en mér finnst þessi hugtök oft vera blönduð saman
Hefur þú ferðast til Norðurlandanna? Var það í frí, eða tengt vinnu eða námi?
Já, hef ferðast bæði vegna náms og frís nokkrum sinnum
Hefur þú búið á einhverju Norðurlandanna? Ef svo, hvar? Hver var tilgangurinn (nám, vinna, með fjölskyldu)?
Bara á Íslandi
Lærðir þú dönsku/sænsku/norsku í skóla? Hefur það nýst þér síðar á ævinni, t.d. í starfi, á ferðalögum eða annað?
Ég lærði dönsku í grunn- og menntaskóla og það hefur ekki nýst mér sérstaklega vel. Það hefur aðallega nýst í að tengja orð við önnur norræn tungumál og þýsku og svo til að segja við ókunnuga Dani sem maður hittir að maður kunni smá dönsku, og þá helst tilgangslausu orðin á borð við fjernsyn sem enginn notar
Hver voru þín fyrstu kynni af norrænu samstarfi?
Líklega í grunnskóla þegar maður lærði sérstaklega vel um Norðurlöndin í grunnskóla og fór í ferðir í Norræna húsið.
Kafli 2 af 7 - Norðurlönd í daglegu lífi
Lestu og skrifarðu norrænt tungumál annað en íslensku? Á hvaða stigi (byrjandi, miðlungs, vel, móðurmál)?
Ég get bjargað mér á dönsku, myndi segja á byjunarstigi.
Eru einhverjir norrænir siðir viðhafðir á þínu heimili? Eða er haldið upp á norrænar hátíðir aðrar en íslenskar (t.d. Sankthans, Mårtensgås, J-dag, Semlans dag eða annað)?
Nei.
Nýtir þú norræna fjölmiðla, t.d. sjónvarpsrásir, fréttaveitur eða tímarit? Getur þú nefnt dæmi um það?
Nei.
Ertu með regluleg tengsl eða áttu í reglulegum samskiptum við einhvern á Norðurlöndum?
Nei.
Ertu í einhverjum samtökum/hópum sem snúast um norræn málefni? Getur þú nefnt dæmi um það?
Nei.
Tilheyrir þú einhverjum hópum á samfélagsmiðlum sem fjalla um norræn málefni? Getur þú nefnt dæmi um það?
Nei.
Hefurðu miðlað þekkingu þinni til annarra? Hvers vegna og hvernig? Hvers vegna ekki? Getur þú nefnt dæmi um það?
Kafli 3 af 7 - Norræn samvinna í námi
Hefur þú stundað nám á Norðurlöndum? Ef svo er, hvað varð til þess að þú valdir að stunda nám þar?
Nei.
Mannst þú eftir norrænum íþróttakeppnum á þinni skólagöngu, t.d. norræna skólahlaupið, norræna skólasundskeppni eða norræna skíðagangan? Tókst þú þátt í slíkum viðburðum?
Norræna skólahlaupið var árleg kvöð sem gleymist seint.
Þekkir þú eða hefur þú tekið þátt í öðrum norrænum skólaverkefnum, til dæmis, Norden í Skolen, vinaskólar eða sótt lýðháskóla?
Kafli 4 af 7 - Norræn samvinna í starfi
Hefur norrænt samstarf komið við sögu í þínu starfi? Ef já, þá hvernig?
Nei.
Hefur þú tekið þátt í starfi norrænna fagfélaga? Ef svo, á hvaða sviði?
Nei.
Hefur þú farið á norrænar ráðstefnur og fundi? Ef svo, hvaða tungumál var notað á fundinum? Var annað tungumál notað utan skipulagðra funda?
Nei,
Kafli 5 af 7 - Reynsla af norrænu samstarfi
Lýstu því norræna samstarfi sem þú þekkir. Hefur viðhorf þitt til norræns samstarfs eitthvað breyst gegnum árin?
Kannast þú við Norræna félagið og/eða samband Norrænu félagana á Norðurlöndum (FNF)?
Þekkir þú samstarf stjórnvalda á Norðurlöndum, til dæmis á vettvangi Norrænu ráðherranefndarinnar, Norðurlandaráðs eða á öðrum sviðum? Getur þú nefnt dæmi um það?
Þekkir þú til norræns samstarfs félagasamtaka? Getur þú nefnt dæmi um það?
Þekkir þú til norræns menningarsamstarfs, til dæmis Norrænu húsanna, norrænna sjóða sem hægt er að sækja styrki í, eða á öðrum sviðum? Getur þú nefnt dæmi um það?
Þekkir þú til norræns samstarf ungmenna, til dæmis Nordjobb eða Norden i skolen? Getur þú nefnt dæmi um það?
Ég skoðaði Nordjobb á á mínum yngri árum en lét aldrei verða af því að prófa það. Ég þekki líka fólk sem nýtti sér það og hafði góðar sögur af því.
Veistu hvar og hvernig þú getur sótt upplýsingar um það sem er í boði á norrænum vettvangi til dæmis styrkjamöguleika, upplýsingar um flutninga milli Norðurlanda o.s.frv.?
Nei, en það væri örugglega ekki erfitt að kynna sér það með smá leit á google.
Þekkir þú InfoNorden (Hallo Norðulönd) og hefur þú nýtt þér þá þjónustu?
Hefur þú tekið þátt í skipulegu norrænu samstarfi, til dæmis á sviði norræns ungmennastarfs, Nordjobb eða sótt norræn höfuðborgar- eða vinarbæjamót?
Kafli 6 af 7 - Norræna félagið
Þekkir þú starfsemi Norræna félagsins? Ef já, hefur þú tekið virkan þátt í því starfi?
Þekkir þú eða hefur tekið þátt í Nordjobb? Getur þú lýstu reynslu þinni?
Þekkir þú eða hefur tekið þátt í Snorraverkefninu? Getur þú lýst reynslu þinni?
Þekkir þú eða hefur tekið þátt í vinabæjarsamstarfi? Getur þú lýst reynslu þinni?
Þekkir þú til Norrænu bókmenntavikunnar, (bókasafnavikuna)?
Kafli 7 af 7 - Að lokum
Sérð þú fyrir þér að norrænt samstarf muni nýtast þér í framtíðinni? Hvernig?
Er eitthvað sem þú vilt bæta við sem hefur ekki komið fram nú þegar?
Hefur þú einhverjar athugasemdir við þessa spurningaskrá?