134 Norræna félagið og norrænt samstarf
Kafli 1 af 7 - Tengsl þín við Norðurlönd
Hvað tengir þú við Norðurlönd? Hver eru þau og hvað eiga þau sameiginlegt?
Lýðræði, velferð, heima, samvinna, norden, öryggi
Norðurlandaráð og verðlaun
Sameiginlega sýn á velferð og lýðræði.
Ísland, Noregur, Svíþjóð, Danmörk, Finnland,
Sjálfstjórnarsvæðin: Færeyjar, Álandseyjar og Grænland
Finnst þér Ísland vera eitt af Norðurlöndunum?
já
Hefur þú ferðast til Norðurlandanna? Var það í frí, eða tengt vinnu eða námi?
já,
Búið í Svíþjóð vegna náms, heimsótt öll löndin og sjálfstjórnarsvæðin vegna vinnu og farið til SE, DK, NO, FI og FÆ í frí
Hefur þú búið á einhverju Norðurlandanna? Ef svo, hvar? Hver var tilgangurinn (nám, vinna, með fjölskyldu)?
Svíþjóð vegna náms
Lærðir þú dönsku/sænsku/norsku í skóla? Hefur það nýst þér síðar á ævinni, t.d. í starfi, á ferðalögum eða annað?
Lærði dönsku frá 11 ára aldri til 4 bekkjar í Versló alls 8 ár. Nýttist mjög vel þegar ég fór fyrst til Svíþjóðar 13 ára gömul til sumardvalar og síðar þegar ég flutti þangað til náms sem fór allt fram á sænsku.
Hver voru þín fyrstu kynni af norrænu samstarfi?
Sumardvöl í Svíþjóð 13 ára
Kafli 2 af 7 - Norðurlönd í daglegu lífi
Lestu og skrifarðu norrænt tungumál annað en íslensku? Á hvaða stigi (byrjandi, miðlungs, vel, móðurmál)?
Skrifa og les sænsku og dönsku vel
les norsku vel
Eru einhverjir norrænir siðir viðhafðir á þínu heimili? Eða er haldið upp á norrænar hátíðir aðrar en íslenskar (t.d. Sankthans, Mårtensgås, J-dag, Semlans dag eða annað)?
nei
Nýtir þú norræna fjölmiðla, t.d. sjónvarpsrásir, fréttaveitur eða tímarit? Getur þú nefnt dæmi um það?
já, horfi á norrænu stöðvarnar, les sænsku blöðin á netinu, glugga annað slagið í dönsku, norsku og huvudstadsbladet líka á netinu. Skandinavísku designblöðin keypt eða lesin í Norræna húsinu.
Norrænt sjónvarpsefni höfðar mjög til mín
Ertu með regluleg tengsl eða áttu í reglulegum samskiptum við einhvern á Norðurlöndum?
Vinnu minnar vegna er ég í reglulegum samskiptum við aðila á öllum Norðurlöndunum. Prívat þá á ég stóra fjölskyldu í Svíþjóð sem ég heimsæki amk 6 x á ári og fer síðan til Kaupmannahafnar árlega með vinum.
Ertu í einhverjum samtökum/hópum sem snúast um norræn málefni? Getur þú nefnt dæmi um það?
Norræna félaginu
Tilheyrir þú einhverjum hópum á samfélagsmiðlum sem fjalla um norræn málefni? Getur þú nefnt dæmi um það?
Norræna félaginu og deildum þess
Norræn stjórnmál, samfélag og menning
Ung norræn
NMR seminar
Hefurðu miðlað þekkingu þinni til annarra? Hvers vegna og hvernig? Hvers vegna ekki? Getur þú nefnt dæmi um það?
já - bæði i vinnu og prívat
Kafli 3 af 7 - Norræn samvinna í námi
Hefur þú stundað nám á Norðurlöndum? Ef svo er, hvað varð til þess að þú valdir að stunda nám þar?
já i Svíþjóð
Menntun sem ég hafði áhuga á var í boði við Gautaborgarháskóla
Mannst þú eftir norrænum íþróttakeppnum á þinni skólagöngu, t.d. norræna skólahlaupið, norræna skólasundskeppni eða norræna skíðagangan? Tókst þú þátt í slíkum viðburðum?
200 metra sundkeppnin sem Ísland vann alltaf, tók þátt í henni á barnsaldri
Þekkir þú eða hefur þú tekið þátt í öðrum norrænum skólaverkefnum, til dæmis, Norden í Skolen, vinaskólar eða sótt lýðháskóla?
þekki til en þessa alls bæði vegna vinnu og barna sem hafa tekið þátt í vinaskólasamstarfi
Kafli 4 af 7 - Norræn samvinna í starfi
Hefur norrænt samstarf komið við sögu í þínu starfi? Ef já, þá hvernig?
já - hef lengi unnið bæði alþjóðlega og svo norrænt svo allir kimar samfélagsins hafa komið við sögu.
Fundir, samstarf, gleðskapur, ráðstefnur, námskeið
Hefur þú tekið þátt í starfi norrænna fagfélaga? Ef svo, á hvaða sviði?
já, menningar- menntunar- og viðskiptasamband.
Hefur þú farið á norrænar ráðstefnur og fundi? Ef svo, hvaða tungumál var notað á fundinum? Var annað tungumál notað utan skipulagðra funda?
Hef sótt fjölmargar ráðstefnur og fundi.
Hef upplifað öll skandinavísku tungumálin og ensku á þeim viðburðum
Kafli 5 af 7 - Reynsla af norrænu samstarfi
Lýstu því norræna samstarfi sem þú þekkir. Hefur viðhorf þitt til norræns samstarfs eitthvað breyst gegnum árin?
Þekki til samstarfs Norrænu félaganna, Norðurlandaráðs, Norrænu ráðherranefndarinnar og samstarf norrænu sendiráðana
Norræns skólasamstarfs, norræns íþróttasamstarf og viðskiptasambands.
Samstarf um menningu og menntun
Nordic Civ = samstarf norræna borgarasamfélagsins
Norrænu styrkjaáætlanirnar
Vest norrænt samstarf
Eystrasaltssamstarf
Kannast þú við Norræna félagið og/eða samband Norrænu félagana á Norðurlöndum (FNF)?
já
Þekkir þú samstarf stjórnvalda á Norðurlöndum, til dæmis á vettvangi Norrænu ráðherranefndarinnar, Norðurlandaráðs eða á öðrum sviðum? Getur þú nefnt dæmi um það?
já
Þekkir þú til norræns samstarfs félagasamtaka? Getur þú nefnt dæmi um það?
já
Þekkir þú til norræns menningarsamstarfs, til dæmis Norrænu húsanna, norrænna sjóða sem hægt er að sækja styrki í, eða á öðrum sviðum? Getur þú nefnt dæmi um það?
já
Þekkir þú til norræns samstarf ungmenna, til dæmis Nordjobb eða Norden i skolen? Getur þú nefnt dæmi um það?
já
Veistu hvar og hvernig þú getur sótt upplýsingar um það sem er í boði á norrænum vettvangi til dæmis styrkjamöguleika, upplýsingar um flutninga milli Norðurlanda o.s.frv.?
já
Þekkir þú InfoNorden (Hallo Norðulönd) og hefur þú nýtt þér þá þjónustu?
já og hef nýtt þá þjónustu
Hefur þú tekið þátt í skipulegu norrænu samstarfi, til dæmis á sviði norræns ungmennastarfs, Nordjobb eða sótt norræn höfuðborgar- eða vinarbæjamót?
já
Kafli 6 af 7 - Norræna félagið
Þekkir þú starfsemi Norræna félagsins? Ef já, hefur þú tekið virkan þátt í því starfi?
já og er félagsmaður
Þekkir þú eða hefur tekið þátt í Nordjobb? Getur þú lýstu reynslu þinni?
þekki Nordjobb
Þekkir þú eða hefur tekið þátt í Snorraverkefninu? Getur þú lýst reynslu þinni?
Þekki Snorraverkefnið
Þekkir þú eða hefur tekið þátt í vinabæjarsamstarfi? Getur þú lýst reynslu þinni?
Hef tekið þátt í Höfuðborgarmóti
Þekkir þú til Norrænu bókmenntavikunnar, (bókasafnavikuna)?
Já
Kafli 7 af 7 - Að lokum
Sérð þú fyrir þér að norrænt samstarf muni nýtast þér í framtíðinni? Hvernig?
Norrænt samstarf er mjög mikilvægt fyrir okkur Íslendinga og ég sé það halda áfram að nýtast okkur með aðgengi að menntun, menningu og samstarfi þar um
Er eitthvað sem þú vilt bæta við sem hefur ekki komið fram nú þegar?
Takk fyrir framtakið
Hefur þú einhverjar athugasemdir við þessa spurningaskrá?
Væri gott að geta hafið vinnu við spurningaskrána og lagt til hliðar. Það myndi gefa manni tækifæri til að dýpka svörin.