Leita



Vinsamlega sýnið biðlund

LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Karlkyns / 1952

Nánari upplýsingar

Númer2022-5-6
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
SentMóttekið29.11.2023
TækniTölvuskrift

Kafli 1 af 7 - Tengsl þín við Norðurlönd

Hvað tengir þú við Norðurlönd? Hver eru þau og hvað eiga þau sameiginlegt?

- fyrsta ferð frá Kanada- heimalandið mitt - til Norges, Finnlands, Svíþjóðar og Danmerkur 1989.
- fyrsta ferð til Íslands sem ferðamaður 1994
- gékk í Íslenska félagið í Toronto, var varaformaður þess um skeið
- aftur til Íslands 1996
- sumar námskeið í íslensku 1997
- aftur til Íslands 1998, flutti til Winnipeg og lærði íslensku við University of Manitoba 1998 - 99
- fékk styrk og lærði íslensku við HÍ 1999 - 2000
- byrjaði að vinna við umönnun á Grund og hélt áfram að læra íslensku.
- 2004 sumar námskeið í færeysku við Fróðskapasetrið
- 2005 byrjaði að læra sænsku við Uppsala International Summer Institute
- nokkur námskeið í sænsku við HÍ
- fór í sex gönguferðir í norður Svíþjóð
- lærði sænsku við Stockholms Folkuniversitet haustið 2007
- haustið 2008, 5 mánaða námskeið Svenska som främmande språk við Stockholms universitet
- haustið 2009 lærði sænsku við ABF huset i Stokkhólmi
- lærði sænskar bókmenntir 2012, Nordkurs við Stockholms universitet
- einhvern tíma tók námskeið í sænsku hjá Norræna félagið og las grein um eyjuna Ven og Tycho Brahe
- fór í heimsókn til Ven næstu sumar, heimsótti Tycho Brahe safnið og Vens hembygdsgård. Formaður hembygdsgårdens bauð mér að vera einn af safnsins sjálfboðaliðar. Ég hef farið þangað sex sinnum til að passa húsið og taka á móti ferðamönnum
- fór í viku ferð frá Grund á vegum Efling/ES og vann á tveimur dvalarheimili í Kaupmannahöfn
- er meðlimur Servas International (Danmark) - meðlimir gista ókeypis hjá öðrum í útlöndum - og skipulagði house-sitting í Umeå, Stokkhólmi og Skåne
- fór í eftirlaun frá Grund 2018



Finnst þér Ísland vera eitt af Norðurlöndunum?

Af sjálf sögðu!


Hefur þú ferðast til Norðurlandanna? Var það í frí, eða tengt vinnu eða námi?

Fyrir ofan


Hefur þú búið á einhverju Norðurlandanna? Ef svo, hvar? Hver var tilgangurinn (nám, vinna, með fjölskyldu)?

Fyrir ofan


Lærðir þú dönsku/sænsku/norsku í skóla? Hefur það nýst þér síðar á ævinni, t.d. í starfi, á ferðalögum eða annað?

Fyrir ofan. Ég reyni alltaf að tala sænsku í Danmörku og Noregi og íslensku í Færeyjum (hef farið þangað fimm sinnum)


Hver voru þín fyrstu kynni af norrænu samstarfi?

Ég heimsótti Norræna húsið fyrsta sinn ég fór til Íslands



Kafli 2 af 7 - Norðurlönd í daglegu lífi

Lestu og skrifarðu norrænt tungumál annað en íslensku? Á hvaða stigi (byrjandi, miðlungs, vel, móðurmál)?

Ég les færeysku, norsku og dönsku ágætlega og sænsku mjög vel.


Eru einhverjir norrænir siðir viðhafðir á þínu heimili? Eða er haldið upp á norrænar hátíðir aðrar en íslenskar (t.d. Sankthans, Mårtensgås, J-dag, Semlans dag eða annað)?

Ég er meðlimur Svenska föreningen og ger ýmislegt hjá félaginu


Nýtir þú norræna fjölmiðla, t.d. sjónvarpsrásir, fréttaveitur eða tímarit? Getur þú nefnt dæmi um það?

Ég les sænska dagblöðin a netinu, bækur og tímarit frá Norræna húsinu og horfa á SVT


Ertu með regluleg tengsl eða áttu í reglulegum samskiptum við einhvern á Norðurlöndum?

Ég a vini í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi, Skåne og á Ven.


Ertu í einhverjum samtökum/hópum sem snúast um norræn málefni? Getur þú nefnt dæmi um það?

Norræna félagið, Svenska föreningen, Norræna húsið


Tilheyrir þú einhverjum hópum á samfélagsmiðlum sem fjalla um norræn málefni? Getur þú nefnt dæmi um það?
Hefurðu miðlað þekkingu þinni til annarra? Hvers vegna og hvernig? Hvers vegna ekki? Getur þú nefnt dæmi um það?

Mer finnst gott að tala um ferðirnar mínar í Norðurlöndum



Kafli 3 af 7 - Norræn samvinna í námi

Hefur þú stundað nám á Norðurlöndum? Ef svo er, hvað varð til þess að þú valdir að stunda nám þar?

Fyrir ofan


Mannst þú eftir norrænum íþróttakeppnum á þinni skólagöngu, t.d. norræna skólahlaupið, norræna skólasundskeppni eða norræna skíðagangan? Tókst þú þátt í slíkum viðburðum?

Nej - ég ólst upp í Kanada


Þekkir þú eða hefur þú tekið þátt í öðrum norrænum skólaverkefnum, til dæmis, Norden í Skolen, vinaskólar eða sótt lýðháskóla?

Nei



Kafli 4 af 7 - Norræn samvinna í starfi

Hefur norrænt samstarf komið við sögu í þínu starfi? Ef já, þá hvernig?

Þetta vinnuferð til Kaupmannahafnar 2006


Hefur þú tekið þátt í starfi norrænna fagfélaga? Ef svo, á hvaða sviði?
Hefur þú farið á norrænar ráðstefnur og fundi? Ef svo, hvaða tungumál var notað á fundinum? Var annað tungumál notað utan skipulagðra funda?

Stundum, það var talað sænsku og ensku.



Kafli 5 af 7 - Reynsla af norrænu samstarfi

Lýstu því norræna samstarfi sem þú þekkir. Hefur viðhorf þitt til norræns samstarfs eitthvað breyst gegnum árin?

Aðstoð fyrir fólk sem fer út til að læra eða vinna
Nordjobb


Kannast þú við Norræna félagið og/eða samband Norrænu félagana á Norðurlöndum (FNF)?




Þekkir þú samstarf stjórnvalda á Norðurlöndum, til dæmis á vettvangi Norrænu ráðherranefndarinnar, Norðurlandaráðs eða á öðrum sviðum? Getur þú nefnt dæmi um það?

Ég veit að samstarf fer fram en er ekki kunnugt um smáatriði


Þekkir þú til norræns samstarfs félagasamtaka? Getur þú nefnt dæmi um það?

Nei


Þekkir þú til norræns menningarsamstarfs, til dæmis Norrænu húsanna, norrænna sjóða sem hægt er að sækja styrki í, eða á öðrum sviðum? Getur þú nefnt dæmi um það?

Norræna húsið hérlendis og í Tórshavn, Nuuk og á Åland
Ég fékk styrk fyrir sumar námskeið við Stockholms universitet 2012.



Þekkir þú til norræns samstarf ungmenna, til dæmis Nordjobb eða Norden i skolen? Getur þú nefnt dæmi um það?

Nordjobb


Veistu hvar og hvernig þú getur sótt upplýsingar um það sem er í boði á norrænum vettvangi til dæmis styrkjamöguleika, upplýsingar um flutninga milli Norðurlanda o.s.frv.?

Hjá Norræna félaginu


Þekkir þú InfoNorden (Hallo Norðulönd) og hefur þú nýtt þér þá þjónustu?

Já, ég hef lesið um Þetta og sótti upplýsingar


Hefur þú tekið þátt í skipulegu norrænu samstarfi, til dæmis á sviði norræns ungmennastarfs, Nordjobb eða sótt norræn höfuðborgar- eða vinarbæjamót?

Nordkurs sumar 2012



Kafli 6 af 7 - Norræna félagið

Þekkir þú starfsemi Norræna félagsins? Ef já, hefur þú tekið virkan þátt í því starfi?

Ég fer a fundir og ráðstefnur, lærði sænsku einu sinni hjá nf


Þekkir þú eða hefur tekið þátt í Nordjobb? Getur þú lýstu reynslu þinni?
Þekkir þú eða hefur tekið þátt í Snorraverkefninu? Getur þú lýst reynslu þinni?

Hef lesið mikið um þetta


Þekkir þú eða hefur tekið þátt í vinabæjarsamstarfi? Getur þú lýst reynslu þinni?
Þekkir þú til Norrænu bókmenntavikunnar, (bókasafnavikuna)?

Já- ég reyni að taka þátt



Kafli 7 af 7 - Að lokum

Sérð þú fyrir þér að norrænt samstarf muni nýtast þér í framtíðinni? Hvernig?

Já, sammt sem ég er glaður að búa á Íslandi og er þakklátur að vera ríkisborgari finnst mér gott og nauðsynlegt að tilheyra eitthvað stærri, norræna samfélagið. Ég er mjög þakklátur fyrir alla tækifæri að ferðast og læra í Norðurlöndum. Ég var mjög þakklátur að ég gæti farið í ókeypis aðgerðir 4X þegar ég var að læra í Svíþjóð.
Þar sem svo mikið er í uppnámi í heiminum er mjög nauðsynlegt að vinna saman við nágrannalöndin okkar.


Er eitthvað sem þú vilt bæta við sem hefur ekki komið fram nú þegar?
Hefur þú einhverjar athugasemdir við þessa spurningaskrá?

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana