Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Ártal1965-2022

LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 1958

Nánari upplýsingar

Númer2022-5-5
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
SentMóttekið29.11.2023
TækniTölvuskrift

Kafli 1 af 7 - Tengsl þín við Norðurlönd

Hvað tengir þú við Norðurlönd? Hver eru þau og hvað eiga þau sameiginlegt?

Hef ekki hugsað svo mikið út í það en það var einfalt að aðlaga sig í Noregi, ekki mikil breyting


Finnst þér Ísland vera eitt af Norðurlöndunum?




Hefur þú ferðast til Norðurlandanna? Var það í frí, eða tengt vinnu eða námi?

Hef búið í Noregi við nám og störf


Hefur þú búið á einhverju Norðurlandanna? Ef svo, hvar? Hver var tilgangurinn (nám, vinna, með fjölskyldu)?

Bjó í Oslo 1988-1992 var við nám og í Åsgårdstrand 2002-2004 við störf Bjó með fjölskylduna með mér


Lærðir þú dönsku/sænsku/norsku í skóla? Hefur það nýst þér síðar á ævinni, t.d. í starfi, á ferðalögum eða annað?

Lærði dönsku í skóla, hugsanlega hefur það nýst mér þegar ég flutti til Noregs


Hver voru þín fyrstu kynni af norrænu samstarfi?

hafði ekki mikla tengingu við norðurlöndin fyrr en ég flutti til Noregs fyrst



Kafli 2 af 7 - Norðurlönd í daglegu lífi

Lestu og skrifarðu norrænt tungumál annað en íslensku? Á hvaða stigi (byrjandi, miðlungs, vel, móðurmál)?

Skrifa og les norsku vel, les dönsku og sænsku vel


Eru einhverjir norrænir siðir viðhafðir á þínu heimili? Eða er haldið upp á norrænar hátíðir aðrar en íslenskar (t.d. Sankthans, Mårtensgås, J-dag, Semlans dag eða annað)?

Nei ekki að ég muni, baka stundum köku 17.maí


Nýtir þú norræna fjölmiðla, t.d. sjónvarpsrásir, fréttaveitur eða tímarit? Getur þú nefnt dæmi um það?

Horfi á NRK1 daglega, einnig DR1 einnig les ég norsk dagblöð á netinu


Ertu með regluleg tengsl eða áttu í reglulegum samskiptum við einhvern á Norðurlöndum?

Á góða vini í Noregi


Ertu í einhverjum samtökum/hópum sem snúast um norræn málefni? Getur þú nefnt dæmi um það?

Nei


Tilheyrir þú einhverjum hópum á samfélagsmiðlum sem fjalla um norræn málefni? Getur þú nefnt dæmi um það?

Ekki að ég muni


Hefurðu miðlað þekkingu þinni til annarra? Hvers vegna og hvernig? Hvers vegna ekki? Getur þú nefnt dæmi um það?

Átta mig ekki alveg á spurningunni en ég vinn á Íslandi við það sem ég lærði í Noregi á þann hátt miðla ég þekkingu minni sem ég aflaði mér þar



Kafli 3 af 7 - Norræn samvinna í námi

Hefur þú stundað nám á Norðurlöndum? Ef svo er, hvað varð til þess að þú valdir að stunda nám þar?

Já hef stundað nám þar, það sem réði því var tilviljun


Mannst þú eftir norrænum íþróttakeppnum á þinni skólagöngu, t.d. norræna skólahlaupið, norræna skólasundskeppni eða norræna skíðagangan? Tókst þú þátt í slíkum viðburðum?

Nei


Þekkir þú eða hefur þú tekið þátt í öðrum norrænum skólaverkefnum, til dæmis, Norden í Skolen, vinaskólar eða sótt lýðháskóla?

Nei



Kafli 4 af 7 - Norræn samvinna í starfi

Hefur norrænt samstarf komið við sögu í þínu starfi? Ef já, þá hvernig?

Nei


Hefur þú tekið þátt í starfi norrænna fagfélaga? Ef svo, á hvaða sviði?

Nei


Hefur þú farið á norrænar ráðstefnur og fundi? Ef svo, hvaða tungumál var notað á fundinum? Var annað tungumál notað utan skipulagðra funda?

Nei



Kafli 5 af 7 - Reynsla af norrænu samstarfi

Lýstu því norræna samstarfi sem þú þekkir. Hefur viðhorf þitt til norræns samstarfs eitthvað breyst gegnum árin?

Já það breyttist eftir að ég bjó í Noregi


Kannast þú við Norræna félagið og/eða samband Norrænu félagana á Norðurlöndum (FNF)?

Kannast við Norræna félagið


Þekkir þú samstarf stjórnvalda á Norðurlöndum, til dæmis á vettvangi Norrænu ráðherranefndarinnar, Norðurlandaráðs eða á öðrum sviðum? Getur þú nefnt dæmi um það?

Þekki ekki til þess en hef heyrt af því


Þekkir þú til norræns samstarfs félagasamtaka? Getur þú nefnt dæmi um það?

Nei


Þekkir þú til norræns menningarsamstarfs, til dæmis Norrænu húsanna, norrænna sjóða sem hægt er að sækja styrki í, eða á öðrum sviðum? Getur þú nefnt dæmi um það?

Hef heyrt af því en þekki ekki vel


Þekkir þú til norræns samstarf ungmenna, til dæmis Nordjobb eða Norden i skolen? Getur þú nefnt dæmi um það?

Þekki það en get ekki nefnt dæmi


Veistu hvar og hvernig þú getur sótt upplýsingar um það sem er í boði á norrænum vettvangi til dæmis styrkjamöguleika, upplýsingar um flutninga milli Norðurlanda o.s.frv.?

Hef ekki gert það en mundi afla mér upplýsinga ef á þyrfti að halda


Þekkir þú InfoNorden (Hallo Norðulönd) og hefur þú nýtt þér þá þjónustu?

Nei


Hefur þú tekið þátt í skipulegu norrænu samstarfi, til dæmis á sviði norræns ungmennastarfs, Nordjobb eða sótt norræn höfuðborgar- eða vinarbæjamót?

Nei



Kafli 6 af 7 - Norræna félagið

Þekkir þú starfsemi Norræna félagsins? Ef já, hefur þú tekið virkan þátt í því starfi?

Nei


Þekkir þú eða hefur tekið þátt í Nordjobb? Getur þú lýstu reynslu þinni?

Nei


Þekkir þú eða hefur tekið þátt í Snorraverkefninu? Getur þú lýst reynslu þinni?

Nei


Þekkir þú eða hefur tekið þátt í vinabæjarsamstarfi? Getur þú lýst reynslu þinni?

Nei


Þekkir þú til Norrænu bókmenntavikunnar, (bókasafnavikuna)?

Nei



Kafli 7 af 7 - Að lokum

Sérð þú fyrir þér að norrænt samstarf muni nýtast þér í framtíðinni? Hvernig?

Sé það ekki en mundi ekki útiloka það


Er eitthvað sem þú vilt bæta við sem hefur ekki komið fram nú þegar?

Nei


Hefur þú einhverjar athugasemdir við þessa spurningaskrá?

Nei nei, bara fínt


Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana