Leita



Vinsamlega sýnið biðlund

LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Óþekkt / 0

Nánari upplýsingar

Númer2022-5-3
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
SentMóttekið28.11.2023
TækniTölvuskrift

Kafli 1 af 7 - Tengsl þín við Norðurlönd

Hvað tengir þú við Norðurlönd? Hver eru þau og hvað eiga þau sameiginlegt?

Kóngafólk og einhver gömul tengsl.


Finnst þér Ísland vera eitt af Norðurlöndunum?

Já og nei.
Já, okkur langar að minnsta kost mikið til að vera með í þeim hópi. Og við finnum fyrir tenslum langt aftur í aldir sem hafa ekki almennilega náð að rofna.
Nei, því við erum fjarri hinum og á Skandinavíuskaganum. Stundum eins og við séum með þeim öllum í sama partýinu, en erum föst inn í eldhúsi á trúnó við okkur sjálf á meðan restin af partýgestunum eru saman í stofunni að skemmta sér í karíókí! Eða, þú veist hvað ég á við...


Hefur þú ferðast til Norðurlandanna? Var það í frí, eða tengt vinnu eða námi?

Já bæði í frí og tengt vinnu. Hef ferðast til Svíþjóðar, Noregs, Finnlands, Færeyja og Danmerkur.


Hefur þú búið á einhverju Norðurlandanna? Ef svo, hvar? Hver var tilgangurinn (nám, vinna, með fjölskyldu)?

Nei.


Lærðir þú dönsku/sænsku/norsku í skóla? Hefur það nýst þér síðar á ævinni, t.d. í starfi, á ferðalögum eða annað?

Já dönsku, hefur ekkert gagnast mér því Danir vilja fremur mæla á ensku heldur en ísl-dönskunni minni. Hef ekki þurft að beita þessum tungumálagrunni mikið, því miður.


Hver voru þín fyrstu kynni af norrænu samstarfi?

Dönskukennsla í grunnskóla, þar sem maður las þykkar verkefnabækur um Kim Larsen og HC Andersen, með dönskukennara sem kunni að lesa dönsku en ekki að mæla hana almennilega. Því fór sem fór.



Kafli 2 af 7 - Norðurlönd í daglegu lífi

Lestu og skrifarðu norrænt tungumál annað en íslensku? Á hvaða stigi (byrjandi, miðlungs, vel, móðurmál)?

Ég get lesið dönsku, norsku, færeysku, og smá á sænsku. Allt er þetta miðjumoð hjá mér.


Eru einhverjir norrænir siðir viðhafðir á þínu heimili? Eða er haldið upp á norrænar hátíðir aðrar en íslenskar (t.d. Sankthans, Mårtensgås, J-dag, Semlans dag eða annað)?

Sko, flestar okkar hefðir á íslandi eru dönskuvafin og því erfitt að segja hvaða er íslenskt og hvað ekki. En það sem talið er upp er ekki á mínu spektrúmi. Ég slæ köttinn úr tunnunni og borða hamborgarhrygg á jólum.


Nýtir þú norræna fjölmiðla, t.d. sjónvarpsrásir, fréttaveitur eða tímarit? Getur þú nefnt dæmi um það?

Nei, alls ekki. Persónulega finnst mér Íslendingar, einkum þeir sem hafa ferðast til náms í Skandinavíu, snobba svakalega fyrir öllu sem þaðan kemur. S.s. sænskar þáttaraðir eru iðulega illa leiknar, en fólk sem þar hefur lært heldur ekki vatni yfir slíku. Skrítin þessi meðvirkni... En, jú ég hef gaman af dönskum sjónvarpsþáttum oft á tíðum, Norðmenn gera margar ótrúlega vel gerðar bíómyndir og tónlist frá Færeyjum og Finnlandi er stundum í lagi. En allt þetta skiptir ekki máli hvaðan það kemur.
Skandínavískar sjónavarpsrásir eiga sér það sameiginlegt að vera býsna leiðinlegar (ég veit að þetta er alhæfing, en kommon, er ekki skemmtilegra að fá loksins inn smá stuð-svör inn á þjóðháttasafnið??) og mér hefur ekki fundist þær vera í samræmi við þjóðfélagsformið í hverju landi fyrir sig, þar sem flestir kynnar eru hvítar konur á besta aldri...
Ég sé stundum Bo bedre, sem er að mínu mati oftar en ekki keypt til að snobba fyrir Danmörku á hverjum stað fyrir sig.


Ertu með regluleg tengsl eða áttu í reglulegum samskiptum við einhvern á Norðurlöndum?

Ég á ættingja og fjölskyldu þar já.


Ertu í einhverjum samtökum/hópum sem snúast um norræn málefni? Getur þú nefnt dæmi um það?

Ég á í samskiptum við fólk í mínu fagi sem eru búsett víða um hin norrænu lönd.


Tilheyrir þú einhverjum hópum á samfélagsmiðlum sem fjalla um norræn málefni? Getur þú nefnt dæmi um það?

Nei, held ekki.


Hefurðu miðlað þekkingu þinni til annarra? Hvers vegna og hvernig? Hvers vegna ekki? Getur þú nefnt dæmi um það?

Skil alls ekki þessa spurningu, en almennt séð hef ég miðlað þekkingu til minna barna, nemenda og samstarfsfólk. Meira að segja til fjölmiðla ef ég hef eitthvað gáfulegt að segja frá.



Kafli 3 af 7 - Norræn samvinna í námi

Hefur þú stundað nám á Norðurlöndum? Ef svo er, hvað varð til þess að þú valdir að stunda nám þar?

Aftur, nei.


Mannst þú eftir norrænum íþróttakeppnum á þinni skólagöngu, t.d. norræna skólahlaupið, norræna skólasundskeppni eða norræna skíðagangan? Tókst þú þátt í slíkum viðburðum?

Ég hljóp reglulega 10 km í norræna skólahlaupinu, en verð að viðurkenna að það lull jók ekki tengsl mín við jafnaldra mína í austri.


Þekkir þú eða hefur þú tekið þátt í öðrum norrænum skólaverkefnum, til dæmis, Norden í Skolen, vinaskólar eða sótt lýðháskóla?

Nei, ekki sem ég man. En ég hef ýmsa fjöruna sopið og stundum með fólki frá öðrum Norðurlöndum. Einhverntíma lenti ég í partýi með Svíum og Færeyingum á Akureyri, á dularfullum bar, þegar þau voru í skólaheimsókn. Þar man ég eftir einum gaur sem leit út eins og Zlatan Ibrahimovic - sem þá var ungstirni í sænskum fótbolta. En líklega var þetta ekki hann!



Kafli 4 af 7 - Norræn samvinna í starfi

Hefur norrænt samstarf komið við sögu í þínu starfi? Ef já, þá hvernig?

Já, ég skoða oft norrænt efni í samhengi við íslenskt í ýmsum samfélagslegum rannsóknum sem ég stúdera. Hef þá haft samband við kollega, á ástkærri og ylhýrri ensku!


Hefur þú tekið þátt í starfi norrænna fagfélaga? Ef svo, á hvaða sviði?

Nei, held ekki. Jú kannski einusinni á ráðstefnu í Tromsö, þar sem saman var komið safn fólks sem var að rannsaka sjávarmenningu. Man ekkert hvað félagið hét, en þar voru misjafnir maðkar í sömu mysuskálinni!


Hefur þú farið á norrænar ráðstefnur og fundi? Ef svo, hvaða tungumál var notað á fundinum? Var annað tungumál notað utan skipulagðra funda?

Já til Tromsö. Þar kom í ljós að margir fræðimenn norrænna háskóla voru enskumælandi og því fór ráðstefnan sú fram á ensku. Svo spjallaði ég við samíska fræðakonu á íslensku, því henni fannst það einfaldara ef ég talaði bara hægt.



Kafli 5 af 7 - Reynsla af norrænu samstarfi

Lýstu því norræna samstarfi sem þú þekkir. Hefur viðhorf þitt til norræns samstarfs eitthvað breyst gegnum árin?

Mér finnst norrænt samstarf vera frekar miðstýrt frá Skandinavíu og við "fáum" að vera með því við erum lítið systkini í þessu bræðralagi. Það er vonandi að breytast, en samt er alltaf ákveðið stigveldi og ég hef lengi upplifað að litið sé niður á Íslendingar t.d. í Danmörku. Hef ég það meðal annars frá Íslendingum þar, sem tala ekki íslensku sín á milli og lifa sem mest eins og Danir, en síður sem innflytjendur.


Kannast þú við Norræna félagið og/eða samband Norrænu félagana á Norðurlöndum (FNF)?

Já eitthvað.


Þekkir þú samstarf stjórnvalda á Norðurlöndum, til dæmis á vettvangi Norrænu ráðherranefndarinnar, Norðurlandaráðs eða á öðrum sviðum? Getur þú nefnt dæmi um það?

Veit af þessu en hef ekki mikið vit á því. Aftur, þá hefur allt þetta yfir sér ákveðinn snobbstimpil.


Þekkir þú til norræns samstarfs félagasamtaka? Getur þú nefnt dæmi um það?

Sótti einusinni um að komast í Nordjob þegar ég var yngri, en fékk ekki. Ætlaði að eyða sumri í norrænni sveit og læra að tala norsku minnir mig. En, svo fór sem fór - er samt ekkert bitur lengur sko!


Þekkir þú til norræns menningarsamstarfs, til dæmis Norrænu húsanna, norrænna sjóða sem hægt er að sækja styrki í, eða á öðrum sviðum? Getur þú nefnt dæmi um það?

Já, þekki það eitthvað. Kannast við Vestnorræna félagið og hef verið hrifinn af þeim fókust sem þar er.


Þekkir þú til norræns samstarf ungmenna, til dæmis Nordjobb eða Norden i skolen? Getur þú nefnt dæmi um það?

Já, Nordjob sem ég fékk ekki að fara í.


Veistu hvar og hvernig þú getur sótt upplýsingar um það sem er í boði á norrænum vettvangi til dæmis styrkjamöguleika, upplýsingar um flutninga milli Norðurlanda o.s.frv.?

Já ég er vel netfær og finn allt sem ég kæri mig um að finna.


Þekkir þú InfoNorden (Hallo Norðulönd) og hefur þú nýtt þér þá þjónustu?

Nei


Hefur þú tekið þátt í skipulegu norrænu samstarfi, til dæmis á sviði norræns ungmennastarfs, Nordjobb eða sótt norræn höfuðborgar- eða vinarbæjamót?

Nei



Kafli 6 af 7 - Norræna félagið

Þekkir þú starfsemi Norræna félagsins? Ef já, hefur þú tekið virkan þátt í því starfi?

Já eitthvað, en tek ekki þátt


Þekkir þú eða hefur tekið þátt í Nordjobb? Getur þú lýstu reynslu þinni?

Sótti um en fékk ekki að vera með.


Þekkir þú eða hefur tekið þátt í Snorraverkefninu? Getur þú lýst reynslu þinni?

Nei, en verða að gera það. Er með solid verkefnið í það...


Þekkir þú eða hefur tekið þátt í vinabæjarsamstarfi? Getur þú lýst reynslu þinni?

Nibb


Þekkir þú til Norrænu bókmenntavikunnar, (bókasafnavikuna)?

Nei



Kafli 7 af 7 - Að lokum

Sérð þú fyrir þér að norrænt samstarf muni nýtast þér í framtíðinni? Hvernig?

Veit það ekki, sjálfsagt samt.


Er eitthvað sem þú vilt bæta við sem hefur ekki komið fram nú þegar?

Ég er ekki milli norrænu maður, alls ekki. Mér finnst slíkt samstarf vera frekar yfirborðskennt og stundum fá Íslendingar bara að vera með af einhversskonar aumingjagæsku.


Hefur þú einhverjar athugasemdir við þessa spurningaskrá?

Það er nokkuð um endurtekningar í henni og aðeins um óljósar spurningar. En annars er sjálfsagt að spyrja út í þessi málefni.


Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana