Leita



Vinsamlega sýnið biðlund

LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Karlkyns / 1947

Nánari upplýsingar

Númer2022-5-1
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
SentMóttekið10.11.2023
TækniTölvuskrift

Kafli 1 af 7 - Tengsl þín við Norðurlönd

Hvað tengir þú við Norðurlönd? Hver eru þau og hvað eiga þau sameiginlegt?

Nágrannar. Menningartengsl og pólitískt samstarf.


Finnst þér Ísland vera eitt af Norðurlöndunum?




Hefur þú ferðast til Norðurlandanna? Var það í frí, eða tengt vinnu eða námi?

Já, hef komið til þeirra allra nema Áladseyja og Grænlands. Bjó og stundaði nám í Þrándheimi í Noregi 1971 - 1975. Hef ferðast um mið- og suðurhluta Noregs.



Hefur þú búið á einhverju Norðurlandanna? Ef svo, hvar? Hver var tilgangurinn (nám, vinna, með fjölskyldu)?

Bjó og stundaði nám í líffræði og umhverfisfræði í Þrándheimi í Noregi 1971 - 1975.



Lærðir þú dönsku/sænsku/norsku í skóla? Hefur það nýst þér síðar á ævinni, t.d. í starfi, á ferðalögum eða annað?

Dönsku í skóla. Kom að góðum notum þegar ég flyt til Noregs. Lærði fljótar norsku og hef haldið henni með.



Hver voru þín fyrstu kynni af norrænu samstarfi?

200 metra sundkeppnin.



Kafli 2 af 7 - Norðurlönd í daglegu lífi

Lestu og skrifarðu norrænt tungumál annað en íslensku? Á hvaða stigi (byrjandi, miðlungs, vel, móðurmál)?

Kann gott skrive og snakke Norsk.



Eru einhverjir norrænir siðir viðhafðir á þínu heimili? Eða er haldið upp á norrænar hátíðir aðrar en íslenskar (t.d. Sankthans, Mårtensgås, J-dag, Semlans dag eða annað)?

Geri stöku sinnum þjóðlega norska rétti, t.d. fårikål og kaupum stundum norskt flatbröd (t.d. Korni). Verka flest ár fenalår, þ.e. hangið lambalæri, látið hanga innanhúss í hálft ár. Létt þurrsaltað, en ekki reykt. Mjög gott!


Nýtir þú norræna fjölmiðla, t.d. sjónvarpsrásir, fréttaveitur eða tímarit? Getur þú nefnt dæmi um það?

Keypti vikuútgáu norska blaðsins Klassekampen í 5 ár eftir að ég flutti heim frá Noregi. Annars tilviljanakennt.


Ertu með regluleg tengsl eða áttu í reglulegum samskiptum við einhvern á Norðurlöndum?

Við hjónin eigum góða vini í Noregi og Færeyjum, gagnkvæmar heimsóknir.



Ertu í einhverjum samtökum/hópum sem snúast um norræn málefni? Getur þú nefnt dæmi um það?

Formaður Norræna félagsins í Vogum - og þar með líka í Norræna félaginu á Íslandi.
Var með í "Visens venner" árin 1978 - 1989, var á Visland á Laugarvatni 1985 (norrænt vísnasöngmót).


Tilheyrir þú einhverjum hópum á samfélagsmiðlum sem fjalla um norræn málefni? Getur þú nefnt dæmi um það?

Formaður Norræna félagsins í Vogum - og þar með líka í Norræna félaginu á Íslandi - og er virkur á þeirra fésbókarsíðum.


Hefurðu miðlað þekkingu þinni til annarra? Hvers vegna og hvernig? Hvers vegna ekki? Getur þú nefnt dæmi um það?

Já, gegnum Norræna félagið, Visens venner, og stöku sinnum leiðsagt norskum ferðahópum.
Starfaði í norsku hljómsveitinni Folk flest árin 1974 og 1975, gáfum m.a. út plötuna "Stå itj med lua i hånda". Hún er spilanleg á Spotify og á Youtube. Vorum einnig með 3 frumsamin lög og texta á norsku plötunni Fritt Palestina, kom út í Noregi 1974.



Kafli 3 af 7 - Norræn samvinna í námi

Hefur þú stundað nám á Norðurlöndum? Ef svo er, hvað varð til þess að þú valdir að stunda nám þar?

Já líffræði og umhverfisfræði í háskólanum í Þrándheimi 1971 - 1975, lauk Cand real gráðu þaðan 1977. Þáverandi konan mín fór til Þrándheims í félagsráðgjafanám - og ég fylgdi með. Þá þurfti að fara til Norðurlanda til að læra félagsráðgjöf.


Mannst þú eftir norrænum íþróttakeppnum á þinni skólagöngu, t.d. norræna skólahlaupið, norræna skólasundskeppni eða norræna skíðagangan? Tókst þú þátt í slíkum viðburðum?

Norræna 200 m sundkeppnin, árlega fram undir 1980


Þekkir þú eða hefur þú tekið þátt í öðrum norrænum skólaverkefnum, til dæmis, Norden í Skolen, vinaskólar eða sótt lýðháskóla?

Ég var á vegum Menntamálaráðuneuytisins formaður nefndar sem hélt norrænu umhverfiskennsluráðsetnuna og sýninguma Miljö-91 í júní 1991 í Háskólabíói, Hagaskóla, Melaskóla og víðar. Sótti einnig hliðstæðar ráðstefnur í Noregi 1987 og Danmörk 1989 og 1993.



Kafli 4 af 7 - Norræn samvinna í starfi

Hefur norrænt samstarf komið við sögu í þínu starfi? Ef já, þá hvernig?

Já, sbr. Miljö-91 hér framar.


Hefur þú tekið þátt í starfi norrænna fagfélaga? Ef svo, á hvaða sviði?

Formaður Norræna félagsins í Vogum - og þar með í Norræna félaginu á Íslandi. Einnig i Visens vener á árum áður.


Hefur þú farið á norrænar ráðstefnur og fundi? Ef svo, hvaða tungumál var notað á fundinum? Var annað tungumál notað utan skipulagðra funda?

Já, Miljö-87, Miljö-89 og Miljö-1991. Töluð Norska, Sænska og Danska. Eitthvað túlkað. Finnar vildu gjarna tala ensku, en það var ekki leyft.



Kafli 5 af 7 - Reynsla af norrænu samstarfi

Lýstu því norræna samstarfi sem þú þekkir. Hefur viðhorf þitt til norræns samstarfs eitthvað breyst gegnum árin?

Hefur komið fram hér framar. Viðhorf hefur lítið breyst, var þó fyrir vonbrigðum með samráðsleysi Norðurlandanna í Covid-19.



Kannast þú við Norræna félagið og/eða samband Norrænu félagana á Norðurlöndum (FNF)?

Já, sjá hér framar.


Þekkir þú samstarf stjórnvalda á Norðurlöndum, til dæmis á vettvangi Norrænu ráðherranefndarinnar, Norðurlandaráðs eða á öðrum sviðum? Getur þú nefnt dæmi um það?

Áðurnefnd Miljö-91 var á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar.


Þekkir þú til norræns samstarfs félagasamtaka? Getur þú nefnt dæmi um það?

Já, svolítið á sviði menningar.


Þekkir þú til norræns menningarsamstarfs, til dæmis Norrænu húsanna, norrænna sjóða sem hægt er að sækja styrki í, eða á öðrum sviðum? Getur þú nefnt dæmi um það?

Er tíður gestur í Norræna húsinu og hef tvífegis komið í Norræna húsið í Færeyjum. Var áður í norskri hljómssveit sem gaf út frumsamið efni á norsku, sjá hér framar. Einnig Visens vener.


Þekkir þú til norræns samstarf ungmenna, til dæmis Nordjobb eða Norden i skolen? Getur þú nefnt dæmi um það?

Ekki af eigin reynslu, en hef tekið þátt í að kynna það á vettvangi Norræna félagsins.


Veistu hvar og hvernig þú getur sótt upplýsingar um það sem er í boði á norrænum vettvangi til dæmis styrkjamöguleika, upplýsingar um flutninga milli Norðurlanda o.s.frv.?

Hjá Norræna félaginu og í Norræna húsinu.


Þekkir þú InfoNorden (Hallo Norðulönd) og hefur þú nýtt þér þá þjónustu?

Þekki í gegnum Norræna félagið, hef ekki nýtt mér þá þjónustu - en naut þess þegar ég var námsmaður í Norregi 1971-1975 hve þá var orðið auðvelt að flytja milli Norðurlanda og stunda þar nám án skólagjalda, en það var í krafti samstarfsreglna sem var afrakstur norræns pólitísks samstarfs.


Hefur þú tekið þátt í skipulegu norrænu samstarfi, til dæmis á sviði norræns ungmennastarfs, Nordjobb eða sótt norræn höfuðborgar- eða vinarbæjamót?

Nei, en sjá þó hér framar.



Kafli 6 af 7 - Norræna félagið

Þekkir þú starfsemi Norræna félagsins? Ef já, hefur þú tekið virkan þátt í því starfi?

Já, sjá hér framar.


Þekkir þú eða hefur tekið þátt í Nordjobb? Getur þú lýstu reynslu þinni?

Nei, en hef kynnt það.


Þekkir þú eða hefur tekið þátt í Snorraverkefninu? Getur þú lýst reynslu þinni?

Nei, en heyrt um það og hef kynnt það óformlega.


Þekkir þú eða hefur tekið þátt í vinabæjarsamstarfi? Getur þú lýst reynslu þinni?

Norræna félagið í Vogum er í vinabæjarsamstarfi við Fjaler í Vestur-Norregi, frá 2014. Fulltrúar þeirra hafa heimsótt okkur, en við ekki enn komið þangað. Snúið að ferðast þar á milli.


Þekkir þú til Norrænu bókmenntavikunnar, (bókasafnavikuna)?

Já, Norræna félagið í Vogum, sem ég er formaður fyrir, tekur þátt í þeirri viku í samstarfi við Bókasafnið í Sveitarfélaginu Vogum. Árlegt kvöld með upplestri.



Kafli 7 af 7 - Að lokum

Sérð þú fyrir þér að norrænt samstarf muni nýtast þér í framtíðinni? Hvernig?

Já, bæði formlega og óformlega.



Er eitthvað sem þú vilt bæta við sem hefur ekki komið fram nú þegar?

Nei


Hefur þú einhverjar athugasemdir við þessa spurningaskrá?

Mikið að skrifa. Hefði mátt merkja í box líka.


Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana