Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


HeitiPrímus

StaðurLaufland
ByggðaheitiHallormsstaður
Sveitarfélag 1950Vallahreppur
Núv. sveitarfélagMúlaþing
SýslaS-Múlasýsla (7600) (Ísland)
LandÍsland

Hlutinn gerðiValor
GefandiBragi Jónsson 1933-

Nánari upplýsingar

NúmerMA/2023-4
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð18,5 x 30 cm
EfniJárn, Umbúðapappír

Lýsing

Pastelgræn og svört olíueldavél af gerðinni VALOR MINOR, ónotuð. Sennilega frá því í kringum 1950. Neðstur er olíutankurinn, sem í fór paraffin olía, og er hann breiðari en rest. Þar á gulum fleti stendur „Valor Minor - British made“. Þar næst kemur mjórri, svartur hluti og þar út úr kemur pinni með hjóli á enda sem hægt er að snúa til að stjórna styrk logans. Eftir það kemur aftur grænn hluti og þar á er gluggi með rimlum og plasti á milli sem hægt er að opna til að bera eld að kveiknum. Efst er svart stykki sem pottarnir sátu ofan á. Með vélinni fylgir kassinn utan af henni, sem vandlega er merktur vélinni. Þar á stendur: "Valor Minor Boiling stove - No. 64 - Always use Valor Wicks for best results". 

Þetta aðfang er í Minjasafni Austurlands.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.