Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar



Landfræðileg staðsetning


HeitiAskur, Mataraskur
Ártal1880

StaðurVillingavatn
ByggðaheitiGrafningur
Sveitarfélag 1950Grafningshreppur
Núv. sveitarfélagGrímsnes- og Grafningshreppur
SýslaÁrnessýsla (8700) (Ísland)
LandÍsland

GefandiMagnús Magnússon 1858-1947, Þjóðbjörg Þorgeirsdóttir 1864-1949

Nánari upplýsingar

NúmerBÁ-86
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð24 x 19 x 14,5 cm
EfniViður

Lýsing

Mataraskur með ártalinu 1880. Úr búi Magnúsar Magnússonar og Þjóðbjargar Þorgeirsdóttur er lengi bjuggu á Villingavatni í Grafningi, en eru bæði dáin árið 1954.

Húsakynni hafa þróast samhliða samfélaginu. Íverustaðir heimilisfólks og nytjahlutir hafa tekið ýmis konar breytingum í gegnum aldirnar. Askurinn hefur verið tengdur kólnandi veðurfari og breytingum í húsagerð Íslendinga á 18. öld. Í gangabæ síðmiðalda vann fólk, svaf og mataðist í baðstofunni. Askarnir hentuðu lífinu í baðstofunni vel þar sem hver og einn sat á rúmstokki með sinn ask í kjöltunni.

Þetta aðfang er í Byggðasafni Árnesinga. Fjöldi færslna hjá safninu var í árslok 2022 sem hér segir: Fornleifar 916, safnmunir 7.418, ljósmyndir 6.788. Í þessum tölum eru safnmunir Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka og Tónminjaseturs Íslands.

Söfnun muna til Byggðasafns Árnesinga hófst árið 1953. Safnkosturinn er að stærstum hluta skráður í Sarp.

Allar leiðréttingar og viðbótarupplýsingar eru vel þegnar.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.