Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


HeitiSkírnarhúfa
Ártal1852

StaðurMýrar
ByggðaheitiFlói
Sveitarfélag 1950Villingaholtshreppur
Núv. sveitarfélagFlóahreppur
SýslaÁrnessýsla (8700) (Ísland)
LandÍsland

Hlutinn gerðiHelga Sveinsdóttir
GefandiGuðrún Eiríksdóttir 1884-1967
NotandiHelga Sveinsdóttir 1828-1908

Nánari upplýsingar

NúmerBÁ-42
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá

Lýsing

"Skírnarhúfa, saumuð árið 1852 af Helgu Sveinsdóttur er bjó á Mýrum í Villingaholtshreppi og dó þar árið 1908. Hún átti átta börn og báru þau öll þessa húfu við skírnina." (Aðfangabók)

Fínleg og snjáð skírnarhúfa, fallegt handverk. Saumuð 1852 af Helgu Sveinsdóttur er bjó á Mýrum í Villingaholtshreppi. Helga var fædd 1828 og lést árið 1908 á Mýrum. Helga og eiginmaður hennar Þórður Eiríksson (1831-1908) eignuðust átta börn, elsta 1854 og yngsta 1871, sex systkinanna komust á legg. Börnin átta voru skírð með þessa húfu, þannig tengir húfan systkinin átta þó svo sum hafi aldrei hist. Hvort svona húfur voru algengar skal ósagt látið. Hitt er þó líklegt að efni húfunnar hafi komið inn á heimilið á Mýrum eftir eina af kaupstaðarferðum Þórðar til Eyrarbakka. Þar var um miðja 19. öld blómleg verslun og bændur frá öllu Suðurlandi, austan úr Skaftafellssýslu og ofan úr sveitum riðu í kaupstað með ull, fisk eða aðrar afurðir og tóku út vörur á móti, þ.á m. vefnaðarvöru/álnavöru.         

Þetta aðfang er í Byggðasafni Árnesinga. Fjöldi færslna hjá safninu var í árslok 2022 sem hér segir: Fornleifar 916, safnmunir 7.418, ljósmyndir 6.788. Í þessum tölum eru safnmunir Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka og Tónminjaseturs Íslands.

Söfnun muna til Byggðasafns Árnesinga hófst árið 1953. Safnkosturinn er að stærstum hluta skráður í Sarp.

Allar leiðréttingar og viðbótarupplýsingar eru vel þegnar.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.