LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


HeitiPúði
Ártal1910-1970

StaðurBergþórugata 29
Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla (2500) (Ísland)
LandÍsland

Hlutinn gerðiKristín Sigtryggsdóttir
GefandiKristín Sigtryggsdóttir 1889-1977
NotandiKristín Sigtryggsdóttir 1889-1977

Nánari upplýsingar

Númer1986-66-6
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð48 x 55 cm
EfniGarn, Jafi, Pluss
TækniTækni,Textíltækni,Saumur,Útsaumur,Krosssaumur

Lýsing

Púði með rósamunstri með fjólubláu plussi á baki og bryddingum. 
Púðar 7 stk.útsaumaðir . Allir munir ,sem hér eru skráðir 1986-01 til 1986-90,. eru úr dánarbúi Kristínar Sigtryggsdóttur ,Bergþórugötu 29 ,Rvík. Kristín lagði það fyrir að þessir hlutir gengu til Byggðasafnsins að Görðum að henni látnri : Munirnir voru afhentir safninu vorið 1981 af Alexíusi Lútherssyni ,systursyni Kristínar. Eftirtaldir færist á fyrsta spjaldskráarblað :

Kristín Sigtryggsdóttir var f. 5.nóv. 1889 á Þóristöðum í Svínadal. Foreldrar hennar voru Sigtryggur Svavarsson bóndi þar og Kristbjörg Jónsdóttir.  Kristín ólst upp á Þóristöðum til 14 ára aldurs ,fór þá að Hrafnabjörgum til Brynjólfs Einars. sem og Ástríðar Þorláksdóttur konu hans. Var þar í 8 ár sem vinnukona. Í kaupavinnu trúlega eftir það. Fór til Reykjavíkur á stríðsárunum, fer til Sigríðar Kristjánsdóttur og Jóels Þorgeirssonar trésmiðs á Skólavörðustíg 15 í vist. Lærði síðan saumaskap hjá Guðsteini Eyjólfssyni klæðskera og vann hjá honum í nokkur ár. Stundaði eitthvað fiskvinnu eftir að togaraútgerð hófst og kaupavinna er á sama um 1924-1925. Fer 1927 að Ingunnarstöðum í Kjós til guðrúnar systur sinnar og Lúthers Lárussonar manns hennar.  Þar var hún til ársins 1937 og flutti alfarin til Reykjavíkur 1939. Bjó fyrst á Öldugötu 45 síðar Skólavörðustíg 15 til ca. 1950. Þá bjó hún í 5-6 ár á Hverfisgötu 100, en þaðan flutti hún til mág síns Jóns Jónssonar frá Eyri , en bjó í Skerjafirði . Úr Skerjafirði flutti hún til frænda síns Alexíusar Lútherssonar í Skipasundi bjó þar í 2 ár ,en frá 1959 til dauðadags bjó hún í íbúð sinni að Bergþórugötu 29. Kristín dó 7.júlí 1977 og var jarðsett í Saurbæ í Hvalfjarðaströnd.
Kristín átti prjónavél og prjónaði og saumaði fyrir fólk á sínum fyrstu árum í Rvík. , en hóf starf Guðsteini að nýju eftir að hún kom til Rvík og vann þar að saumaskap.  Kristín var mikill spiritisiti.

Þetta aðfang er í Byggðasafninu í Görðum á Akranesi. Álitið er að heildarfjöldi safnmuna sé um 18.000. Þar af eru um 10.000 gripir skráðir í Sarp og eru komnar rúmlega 9.000 myndir.

Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns