Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar



Landfræðileg staðsetning


HeitiVindrafstöð
MyndefniVindrafstöð
Ártal1945-1955

StaðurHarrastaðir
ByggðaheitiMiðdalir
Sveitarfélag 1950Miðdalahreppur
Núv. sveitarfélagDalabyggð
SýslaDalasýsla (3800) (Ísland)
LandÍsland

GefandiJóel Þorbjarnarson 1938-
NotandiGuðmundur Þorbjörn Ólafsson 1891-1958, Jóel Þorbjarnarson 1938-

Nánari upplýsingar

Númer2013-1-2
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
EfniGúmmí, Málmur, Vír

Lýsing

Vindrafstöð af gerðinni Windcharger, kom að Harrastöðum um 1950 og var notuð þar um árabil. Hún var skrúfuð niður á húsþak og hlóð rafhlöður. Jóel hefur málað stöðin og gert henni til góða, aðeins vantar á búnaðinn er leiddi rafmagnið frá rafalnum, er hafði stefnu eftir vindátt, og til fastrar lagnar á burðargrind „vindrellunnar“, er svo var jafnan nefnd. 


Sýningartexti

Vindrafstöð

Það er ekki nýtt á Íslandi að virkja vind til raforkuframleiðslu. Árið 1945 töldust 1610 vindrafstöðvar vera í íslenskum sveitum, á hart nær þriðja hverjum bæ. 

Flestar voru þær bandarísk smíð, en þar í landi nutu vindrafstöðvar gífurlegra vinsælda á fyrri hluta síðustu aldar. Þessi er af gerðinni Windcharger og er frá Harrastöðum í Mið-Dölum, og gerð upp þar. 

Á Harrastöðum var hún sett upp um 1950 og notuð í fáein ár. Þótti gallagripur. Rafstöðin hafði 6 V rafal. Rafmagni var hlaðið inn á "batterí" - rafhlöðu sem var einn stór svartur geymir. 

Vindrafstöðin var mest notuð til lýsingar í fjósinu á Harrastöðum en í minna mæli til lýsingar innanbæjar. Í íbúðarhúsi var einkum raflýst í eldhúsi og þar sem heimilisfólkið gekk mest um, sagði Jóel bóndi á Harrastöðum. 

Upphaflegur spaði rellunnar brotnaði í roki. Þá smíðaði Benedikt Þórarinsson bóndi og smiður í Stóraskógi nýjan spaða, nákvæmlega sömu gerðar. Það er sá spaði sem rellunni fylgir nú. 

Þetta aðfang er í Landbúnaðarsafni Íslands. Áætlað er að gripir safnsins séu nær 800, margir vænir að stærð, og undir sumum númerum leynast fleiri stakir gripir (dráttarvél fylgja t.d. handverkfæri sem fæst eru talin sérstaklega). Þorri gripanna hefur verið skráður í Excel-skjöl með helstu upplýsingum, en auk þess hefur um langt árabil verið færð rafræn dagbók safnsins sem einnig er eins konar aðfangabók. Nokkrir tugi gripa eru þegar skráðir í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.