Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar



Landfræðileg staðsetning


HeitiDráttarvél, Sláttuvél, landbúnaðarverkf.
MyndefniDráttarvél, Sláttuvél, Stýri
Ártal1950-1955

StaðurYtri-Skeljabrekka
ByggðaheitiAndakíll
Sveitarfélag 1950Andakílshreppur
Núv. sveitarfélagBorgarbyggð
SýslaBorgarfjarðarsýsla (3500) (Ísland)
LandÍsland

GefandiGísli Jónsson 1946-, Oddbjörg Leifsdóttir 1945-2021
NotandiGísli Jónsson 1946-, Guðrún Salómonsdóttir 1902-1991, Oddbjörg Leifsdóttir 1945-2021, Sigurður Sigurðsson 1894-1986

Nánari upplýsingar

Númer1119-510/1994-1-1
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
EfniGúmmí, Málmur, Plast, Vír

Lýsing

Farmall Cub frá árinu 1953. Vélin var með minnstu dráttarvélum sem komu til landsins og þóttu henta vel til sláttar. Traktorinn var keyptur að Ytri-Skeljabrekku árið 1953 af hjónunum, Sigurði og Guðrúnu. 1967 verða ábúendaskipti og taka þá þau Gísli og Oddbjörg (Odda) við gripnum þar til þau gefa safninu vélina árið 1994. Vélin er í fínu standi. Blámáluð sláttuvél er á vélinni en uppruni hennar er óljós. 


Sýningartexti

Farmall Cub 1953

,,Kubbarnir", eins og þessar vélar voru oft nefndar, voru fluttar inn á árunum 1948-58. Þeir eru einna minnstu dráttarvélarnar sem notaðar voru til almennra bústarfa; aðeins tæplega 9 hö. Þeir þóttu henta einkar vel til sláttar.

Dráttarvélin er árgerð 1953; keypt ný að Ytri Skeljabrekku í Andakíl af þeim hjónum Guðrúnu Salómonsdóttur og Sigurði Sigurðssyni. Við ábúendaskipti þar árið 1967 eignuðust þau Gísli Jónsson og Oddbjörg Leifsdóttir vélina og notuðu í nokkur ár.

Árið 1994 gáfu þau Búvélasafninu dráttarvélina ásamt sláttuvél. 

Þetta aðfang er í Landbúnaðarsafni Íslands. Áætlað er að gripir safnsins séu nær 800, margir vænir að stærð, og undir sumum númerum leynast fleiri stakir gripir (dráttarvél fylgja t.d. handverkfæri sem fæst eru talin sérstaklega). Þorri gripanna hefur verið skráður í Excel-skjöl með helstu upplýsingum, en auk þess hefur um langt árabil verið færð rafræn dagbók safnsins sem einnig er eins konar aðfangabók. Nokkrir tugi gripa eru þegar skráðir í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.