Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar



Landfræðileg staðsetning


HeitiDráttarvél
MyndefniDráttarvél
Ártal1945-1950

StaðurHæll
ByggðaheitiFlókadalur
Sveitarfélag 1950Reykholtsdalshreppur
Núv. sveitarfélagBorgarbyggð
SýslaBorgarfjarðarsýsla
LandÍsland

GefandiÁsgeir Ingimundarson 1945-, Jakob Guðmundsson 1913-2005
NotandiIngibjörg Guðmundsdóttir 1916-2014, Ingimundur Ásgeirsson 1912-1985

Nánari upplýsingar

Númer507/1991-1-1
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
EfniGúmmí, Málmur, Plast, Vír

Lýsing

Massey Harris vél frá árunum 1946-1948 sem keypt var að Hæli í Flókadal, af Ingimundi Ásgeirssyni og Ingibjörgu Guðmundsdóttur. Hætt var að nota vélin eftir þeirra brotthvarf frá búskapnum. Sláttuvél og herfi fylgdu henni fljótlega eftir að hún var afhent um haustið til hjónanna. 


Sýningartexti

Massey Harris 20

Það komu ríflega 120 dráttarvélar þessarar tegundar til Íslands. 

Verksmiðjurnar voru í Ontario í Kanada, orðnar til við samruna tvegga vélasmiðja, þeirra Masseys og Harris. Þessi vél mun hins vegar hafa verið smíðuð í Ohio. 

Gerðin 20 var framleidd á árunum 1946-48, og eina slíka, þá sem hér stendur, keyptu Ingimundur Ásgeirsson, bóndi á Hæl í Flókadal og kona hans Ingibjörg, árið 1947 og notuðu lengi. Dráttarvélin var talin vera 27 hö, bensínknúin. Við hana var fljótlega fengin sláttuvél, kambasnúningsvél og einnig herfi. 

Það var Jakob Guðmundsson, bóndi á Hæli, mágur Ingimundar sem árið 1991 hlutaðist til um að koma dráttarvélinni hingað í safnið, þar sem Jörva-menn gerðu henni til góða. 

Þetta aðfang er í Landbúnaðarsafni Íslands. Áætlað er að gripir safnsins séu nær 800, margir vænir að stærð, og undir sumum númerum leynast fleiri stakir gripir (dráttarvél fylgja t.d. handverkfæri sem fæst eru talin sérstaklega). Þorri gripanna hefur verið skráður í Excel-skjöl með helstu upplýsingum, en auk þess hefur um langt árabil verið færð rafræn dagbók safnsins sem einnig er eins konar aðfangabók. Nokkrir tugi gripa eru þegar skráðir í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.