LeitaVinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantarLandfræðileg staðsetning


HeitiDráttarvél
MyndefniDráttarvél
Ártal1940-1950

StaðurKirkjuból 1 og 2, Þorfinnsstaðir
ByggðaheitiValþjófsdalur í Önundarfirði
Sveitarfélag 1950Mosvallahreppur
Núv. sveitarfélagÍsafjarðarbær
SýslaV-Ísafjarðarsýsla
LandÍsland

GefandiGuðmundur Steinarr Gunnarsson 1933-, Þorfinnur Þorvaldsson 1958-, Þröstur Þorvaldsson 1956-1990
NotandiBjörgmundur Guðmundsson 1921-1997, Guðmundur Steinarr Gunnarsson 1933-, Gunnar Jón Daníelsson 1904-1991, Þorvaldur Reynir Gunnarsson 1938-1990

Nánari upplýsingar

Númer1499/2004-10-1
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
EfniGúmmí, Málmur, Plast, Vír

Lýsing

Volvo dráttarvél, heil, óuppgerð og tæplega gangfær. Traktorinn kom árið 1949 og varð þá sameign bændanna Björgmunds á Kirkjubóli og Gunnars á Þorfinnsstöðum í Valþjófsdal. Eignuðust þeir vélin í gegnum kynni Gunnars við Ágeirs Guðnason, kaupmanns á Flateyri, en sonur hans, Gunnar, átti þá fyrirtæki með Sveini Björnssyni, Sveinn Björnsson & Ásgeirsson, er m.a. flutti inn Volvó. Á þessum árum keyptu flestir Farmal og síðar Ferguson, en hins vegar var örðugt með útvegun fjárfestingaleyfis vegna kaupanna. Ásgeir mun hafa átt leyfi og það olli því að svo auðvelt var fyrir Dalsbúa að eiga kaup við hann, og það sparaði þeim stúss við útvegun leyfis. Sláttuvél af gerðinni Westeråsmaskiner kom á traktorinn árið eftir.

Björgmundur mun hafa ekið vélinni þegar hún var flutt út fyrir Ófæru. Farinn var gamli vegurinn, dálítill slóði sem var hið mesta torleiði. Sömu leið var farið með Fordson-traktor á járnhjólum sem kom að Grafargili og keyptur var af ameríska hernum norðan úr stöðinni á fjallinu Darra...  Guðmundur mundi það að árið eftir traktorkaupin hafði hann verið sendur með peninga frá föður sínum til þess að greiða traktorinn, en þá hefði Ásgeir sagt að hann væri nú ekki vanur að taka neina vexti. Traktorinn mun hafa reynst vel, skv. Guðmundi Steinari syni Gunnars og einn af þeim sem gáfu safninu Volvo.

 


Sýningartexti

Volvo T 21


Dráttarvélin er árgerð 1949 smíðuð hjá Volvo í Svíþjóð, sem árið eftir gekk til samstarfs við BM (Bolinder-Munktell). Volvo dráttarvélarnar voru fluttar inn á vegum fyrirtækisins Björnsson & Ásgeirsson. Aðeins munu 11 vélar hafa komið til landsins, þar af ein til Hvanneyrarbúsins. 

Þessar dráttarvél keyptu saman bændurnir á Þorfinnsstöðum og Kirkjubóli í Valþjófsdal við Önundarfjörð. Þangað var dráttarvélinni ekið um torleið fyrir Ófæru áður en bílfær vegur kom í Dalinn. 

Guðmundur Gunnarsson frá Þorfinnsstöðum og Þorfinnur og Þröstur, bróðursynir hans, gáfu safninu vélinu haustið 2004 ásamt sláttuvél sem á hana kom árið 1950. Sláttuvélin er einnig sænsk, frá AB Wsteråsmaskiner í Morgongåva. 

Volvo-dráttarvélin hafði þá til skamms tíma verið notuð í Valþjófsdal, og vel geymd. Hún þarfnast nokkurra lagfæringa. 

Þetta aðfang er í Landbúnaðarsafni Íslands. Áætlað er að gripir safnsins séu nær 800, margir vænir að stærð, og undir sumum númerum leynast fleiri stakir gripir (dráttarvél fylgja t.d. handverkfæri sem fæst eru talin sérstaklega). Þorri gripanna hefur verið skráður í Excel-skjöl með helstu upplýsingum, en auk þess hefur um langt árabil verið færð rafræn dagbók safnsins sem einnig er eins konar aðfangabók. Nokkrir tugi gripa eru þegar skráðir í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.