Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar



Landfræðileg staðsetning


HeitiTraktor, dráttarvél
MyndefniDráttarvél
Ártal1945-1951

StaðurGarðyrkjuskólinn Reykjum
ByggðaheitiÖlfus
Sveitarfélag 1950Ölfushreppur
Núv. sveitarfélagÖlfus
SýslaÁrnessýsla
LandÍsland

GefandiGarðyrkjuskólinn Reykjum
NotandiGarðyrkjuskólinn Reykjum

Nánari upplýsingar

Númer2010-8-1
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
EfniGúmmí, Málmur, Plast, Vír

Lýsing

Traktor Ford 8N (1949) kemur frá Garðyrkjuskólanum að Reykjum í Ölfusi sem keypti vélina á árabilinu 1949-1951 og notaði allt þar til árið 2010 þegar skólinn afhenti safninu dráttarvélina. 


Sýningartexti

Ford 8N


Árgerð 1949, sú fyrsta af 15 sem til landsins komu 1949-1951. Sveinn Egilsson hf. hafði umboðið. Garðyrkjuskólinn að Reykjum í Ölfusi fékk dráttarvélina og notaði allt til þess að hún var afhent safninu árið 2010. 

Árið 1939 ákváðu þeir Henry Ford og Harry Ferguson að framleiða dráttarvél með því besta sem hvor gat lagt fram. Þá varð til dráttarvélin Ford-Ferguson 9N. 

Árið 1947 breytti Henry Ford yngri (II) dráttarvélinni í blóra við samninginn við Harry Ferguson. Ford hóf að framleiða Ford 8N, eins og vél þá er hér stendur: Fordmerkið var þrykkt á vélarhlífina, hún máluð rauð og ljósgrá, og mörgum atriðum breytt, auk þess sem Ford hóf að smíða ýmis verkfæri við dráttarvélina. 

Hófust þá ein frægustu og dýrustu málaferli allra tíma. En Ferguson tók að smíða sína eigin vél, Ferguson TE. Hún varð ein vinsælasta dráttarvél heimsins fyrr og síðar. Ford-dráttarvélin gleymdist að mestu. 

Ford- og Ferguson-dráttarvélar fimmta áratugarins eru mjög líkar: Talið er að Ford-menn hafi lagt til helstu línur útlitsins en Ferguson lagði til þrítengið fræga með vökvalyftu og öllum stjórnbúnaði hennar. 

Þá írsk-ættuðu heiðursmenn, Henry Ford (1863-1947) og Harry Ferguson (1884-1960), má hiklaust kalla feður nútíma dráttarvéla. Dráttarvélar þeirra breyttu landbúnaði heimsins. 

Þetta aðfang er í Landbúnaðarsafni Íslands. Áætlað er að gripir safnsins séu nær 800, margir vænir að stærð, og undir sumum númerum leynast fleiri stakir gripir (dráttarvél fylgja t.d. handverkfæri sem fæst eru talin sérstaklega). Þorri gripanna hefur verið skráður í Excel-skjöl með helstu upplýsingum, en auk þess hefur um langt árabil verið færð rafræn dagbók safnsins sem einnig er eins konar aðfangabók. Nokkrir tugi gripa eru þegar skráðir í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.