Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar



Landfræðileg staðsetning


HeitiDráttarvél, Sláttuvél, landbúnaðarverkf.
MyndefniDráttarvél, Sláttuvél
Ártal1950-1960

StaðurLækjarhvammur
ByggðaheitiLínakradalur
Sveitarfélag 1950Kirkjuhvammshreppur
Núv. sveitarfélagHúnaþing vestra
SýslaV-Húnavatnssýsla
LandÍsland

GefandiRagnar Árnason 1942-, Sigurlaug Helga Árnadóttir 1937-, Svanborg Guðmundsdóttir 1915-2010
NotandiÁrni A. Hraundal 1916-1988

Nánari upplýsingar

Númer1154/2000-2-1
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
EfniGúmmí, Leður, Málmur, Plast, Svampur, Vír

Lýsing

Hanomag R12A af árgerðinni 1955 frá Lækjarhvammi á Línakradal. Með vélinni fylgir ámoksturstæki með heykvísl og skóflu en hún er ein af þeim fyrstu búin slíkri tækni. Ennfremur er sláttuvél af sömu tegund á vélinni.  


Sýningartexti

Hanomag R 12A 1955

Dráttarvélin er frá Lækjarhvammi á Línakradal. Hún er af gerðinni Hanomag R 12A, árgerð 1955, með díselvél, 15 hestöfl. Árni Hraundal bóndi í Lækjarhvammi notaði dráttarvélina lengst af. Kona hans Svanborg Guðmundsdóttir, og börn þeirra hjóna, Sigurlaug Helga og Ragnar, gáfu Búvélasafninu vélina árið 2000.

Hanomag-vélin er síst merkileg fyrir það að henni fylgir ámoksturstæki með heykvísl og skóflu. Hún er ein fyrsta vélin sem búin var þeirri tækni, er síðar átti eftir að breyta verkháttum og hlífa örmum og bökum íslenskra bænda. Hanomag-vélarnar eru þýskrar gerðar. Um 150 vélar voru fluttar til landsins á árunum 1952-1959, flestar af gerðunum R12 og R218. 

Þetta aðfang er í Landbúnaðarsafni Íslands. Áætlað er að gripir safnsins séu nær 800, margir vænir að stærð, og undir sumum númerum leynast fleiri stakir gripir (dráttarvél fylgja t.d. handverkfæri sem fæst eru talin sérstaklega). Þorri gripanna hefur verið skráður í Excel-skjöl með helstu upplýsingum, en auk þess hefur um langt árabil verið færð rafræn dagbók safnsins sem einnig er eins konar aðfangabók. Nokkrir tugi gripa eru þegar skráðir í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.