Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar



Landfræðileg staðsetning


HeitiDráttarvél, Sláttuvél, landbúnaðarverkf.
MyndefniDráttarvél, Sláttuvél
Ártal1950-1960

StaðurÖndólfsstaðir
ByggðaheitiReykjadalur
Sveitarfélag 1950Reykdælahreppur
Núv. sveitarfélagÞingeyjarsveit
SýslaS-Þingeyjarsýsla (6600) (Ísland)
LandÍsland

GefandiSighvatur Rúnar Árnason 1961-
NotandiÁrni Guðmundur Jónsson 1933-2004

Nánari upplýsingar

Númer1157/2010-7-1
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
EfniGler, Gúmmí, Málmur, Plast, Vír

Lýsing

McCormick International Harvester DLD-2 flutt inn árið 1956 og keypt að Öndólfsstöðum. Sighvatur R. Árnason frá Öndólfsstöðum fékk vélina frá föður sínum Árna Guðmundi Jónssyni sem hafði notað hana fram til ársins 1992. Árið 1996 var dyttað að rafkerfi vélarinnar og hún máluð af Sighvati. DLD-2 var notuð í almenn búverk og var kölluð "Dísa gamla" af eigendum sínum.  


Sýningartexti

IHC DLD-2 1956

DLD-2 dráttarvélarnar voru smíðaðir í Þýskalandi og voru 14 hestöfl. Þær eru næsta kynslóð á eftir hinum bandarísku Farmall A og Farmall Cub. DLD-2 eru fyrstu dísel-Farmalarnir sem til landsins komu. 
Þessi vél kom ný að Öndólfsstöðum í Reykjadal árið 1956, ein 126 véla þessara tegundar, sem fluttar voru inn það árið. Á Öndólfsstöðum var vélin lengi notuð til almennra búverka. 

Vorið 2010 færði Sighvatur Árnason frá Öndólfsstöðum safninu dráttarvélina að gjöf og ók henni síðasta spölinn, frá Ferjukoti í hlað hér á Hvanneyri. Dráttarvélin með sláttuvél sinni er í prýðilegu lagi. 

Þetta aðfang er í Landbúnaðarsafni Íslands. Áætlað er að gripir safnsins séu nær 800, margir vænir að stærð, og undir sumum númerum leynast fleiri stakir gripir (dráttarvél fylgja t.d. handverkfæri sem fæst eru talin sérstaklega). Þorri gripanna hefur verið skráður í Excel-skjöl með helstu upplýsingum, en auk þess hefur um langt árabil verið færð rafræn dagbók safnsins sem einnig er eins konar aðfangabók. Nokkrir tugi gripa eru þegar skráðir í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.