Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar



Landfræðileg staðsetning


HeitiHeyþyrla, Snúningsvél, til að snúa heyi
MyndefniHeyþyrla, Snúningsvél
Ártal1960-1965

StaðurKirkjuból
ByggðaheitiDýrafjörður
Sveitarfélag 1950Mýrahreppur V-Ís., Þingeyrarhreppur
Núv. sveitarfélagÍsafjarðarbær
SýslaV-Ísafjarðarsýsla
LandÍsland

GefandiBjarni Guðmundsson 1943-
NotandiKnútur Bjarnason 1917-2013

Nánari upplýsingar

Númer2013-4-1
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
EfniMálmur

Lýsing

Heyþyrla frá Kirkjubóli í Dýrafirði af gerðinni Fahr KH4 sem Knútur Bjarnason keypti (líklega) sumarið 1965. Vélar af þessu tagi gjörbreyttu þurrkunaraðferð í heyskap, bæði þornaði heyið jafnar og hraðar. Vélin er dregin af dráttarvél og þegar hún er sett af stað snúast tindarnir í hringi og þeyta þannig heyinu upp og breiða úr því í leiðinni. Jóhannes Ellertsson vélvirki gerði vélina upp árið 2015 með stuðningi frá Þór hf. sem útveguðu ýmsa varahluti.


Sýningartexti

Heyþyrla - Fjölfætla

Sumarið 1963 komu til landsins fyrstu heyvinnuvélarnar af þeirri gerð sem í dag er kölluð heyþyrla. Þær breyttu vinnubrögðum við þurrkun heys á velli hérlendis svo um munaði. Framförin fólst einkum í því hve vel vélin náði til heysins og þeytti úr því - þannig þornaði það jafnar og fljótar. Síðan hefur verklag við heybreiðslu og heysnúning haldist nær óbreytt; afsköstin hafa hins vegar aukist að mun. 

Vélasmiðir og vélasalar kepptust við að bjóða bændum hina byltingarkenndu heysnúningsvél. Þýska vélin Fahr KH4, eins og hér má sjá, var fyrst þeirra reynd hjá Verkfæranefnd ríkisins á Hvanneyri sumarið 1963. Naut hún síðan mikilla vinsælda undir skrásetta vörumerkinu "fjölfætla". Í kjölfarið komu aðrar tegundir s.s. PZ, Kuhn, Fella, Bautz, JF....

Vélar þessar ganga undir ýmsum nöfnum: fjölfætla, snúningsvél, heyþeytir, heytætla - og verk vélanna líka: Talað hefur verið um að snúa heyinu, breiða það, fætla og tætla, svo helstu dæmin séu nefnd, að rifja, heyrist líka..

Þessi fjölfætla er frá Kirkjubóli í Dýrafirði, keypt þangað sumarið 1965. Jóhannes Ellertsson vélvirki gerði hana upp fyrir safnið haustið 2015. Innflytjandinn frá fyrstu tíð, Þór hf. í Reykjavík, veitti safninu mikilvægan stuðning við verkið. 

Þetta aðfang er í Landbúnaðarsafni Íslands. Áætlað er að gripir safnsins séu nær 800, margir vænir að stærð, og undir sumum númerum leynast fleiri stakir gripir (dráttarvél fylgja t.d. handverkfæri sem fæst eru talin sérstaklega). Þorri gripanna hefur verið skráður í Excel-skjöl með helstu upplýsingum, en auk þess hefur um langt árabil verið færð rafræn dagbók safnsins sem einnig er eins konar aðfangabók. Nokkrir tugi gripa eru þegar skráðir í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.