LeitaVinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantarLandfræðileg staðsetning


HeitiTætari
MyndefniTætari
Ártal1950-1970

StaðurBrekka
ByggðaheitiNorðurárdalur
Sveitarfélag 1950Norðurárdalshreppur
Núv. sveitarfélagBorgarbyggð
SýslaMýrasýsla
LandÍsland

GefandiÓlafur Þórðarson 1927-2021, Þorsteinn Þórðarson 1930-2018
NotandiÞorsteinn Þórðarson 1930-2018

Nánari upplýsingar

Númer2007-5-1
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
EfniMálmur

Lýsing

Jarðtætari af gerðinni Howard Rotavator, breskur. Vinsæl jarðvinnslutæki laust fyrir um 1960 . Með tækinu sem sett var aftan í stærri dráttarélar var hægt að fullvinna tún og sáðbeð. Jóhannes Ellertsson fyrrv. starfsmaður safnsins gerði gripinn upp árið 2009. 


Sýningartexti

Jarðtætari

Laust fyrir 1960 tóku jarðtætarar að öðlast miklar vinsældir sem jarðvinnslutæki hérlendis. Bar líklega einkum tvennt til:

Annars vegar hentuðu tætararnir vel þeim stærri og betur búnu dráttarvélum sem þá voru að koma. Hins vegar féllu margir fyrir vinnugæðum þeirra og þeim fallega sáðbeð sem til varð við fullvinnslu túna með jarðtætara. 

Jarðtætari var svo sem ekki nýr í íslenskri jarðrækt. Þúfnabaninn, brautryðjandi vélvæddrar túnræktar hérlendis, var risastór jarðtætari. 

Segja má að jarðtætarinn hafi um hríð skyggt á plóg og herfi í túnræktinni. 

Rannsóknir og reynsla sýndu er frá leið að beita varð jarðtætara af mikilli varúð í vissum gerðum íslensks jarðvegs, ætti bygging hans ekki að spillast og ræktun að mistakast. 

Eftir kalárin fyrir og um 1970 dró úr vinsældum jarðtætarans en sól annarra jarðvinnslutækja, einkum plógsins, tók að rísa á ný. 

Þessi jarðtætari, sem kemur frá Brekku í Norðurárdal, er breskur, af gerðinni The Howard ROTAVATOR, en hún varð vinsæl hérlendis. 

Þetta aðfang er í Landbúnaðarsafni Íslands. Áætlað er að gripir safnsins séu nær 800, margir vænir að stærð, og undir sumum númerum leynast fleiri stakir gripir (dráttarvél fylgja t.d. handverkfæri sem fæst eru talin sérstaklega). Þorri gripanna hefur verið skráður í Excel-skjöl með helstu upplýsingum, en auk þess hefur um langt árabil verið færð rafræn dagbók safnsins sem einnig er eins konar aðfangabók. Nokkrir tugi gripa eru þegar skráðir í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.