LeitaVinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantarLandfræðileg staðsetning


HeitiFlagspyrnur
MyndefniFlagspyrnur
Ártal1946-1960

StaðurStapar
ByggðaheitiVatnsnes
Sveitarfélag 1950Kirkjuhvammshreppur
Núv. sveitarfélagHúnaþing vestra
SýslaV-Húnavatnssýsla (5500) (Ísland)
LandÍsland

Hlutinn gerðiGuðmundur Edvaldsson
GefandiEðvald H Magnússon 1951-
NotandiGuðmundur Edvaldsson 1927-2011

Nánari upplýsingar

Númer2015-10-1
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
EfniMálmur

Lýsing

Flagspyrnur gerðar af Guðmundi Eðvaldssyni á Stöpum á Vatnsnesi. Gerðar til að auka dráttargetu dráttarvélanna í til dæmis vinnu í flögum. Spyrnurnar eru tveir hálfmánar settir utan um afturdekkin á traktor og festar saman, þannig fékkst betra grip. Efnið fékk Guðmundur úr skipsflaki Austra sem strandaði við Vatnsnes 7. september árið 1927. 


Sýningartexti

Flagspyrnur

Á afturhjól Farmalls A. Þær eru dæmi um hvernig lagtækir menn bjuggu tæknina í hendur sér og lögðu hana að íslenskum aðstæðum. Flagspyrnur þessar smíðaði Guðmundur Eðvaldsson á Stöpum á Vatnsnesi:

"Guðmundur var góður smiður bæði á tré og járn. Árið 1946 keypti faðir hans Farmall A dráttarvél. 

Guðmundur tók sig til og betrumbætti vélina. Setti aftan á hana spil sem tengt var aflúrtakinu og einnig smíðaði hann framan á hana glussatengda ýtutönn ásamt því að útbúa flagspyrnur sem settar voru á afturhjólin þegar unnið var í flögum. 

Flagspyrnurnar voru hnoðaðar saman og er efnið sennilega fengið úr skipi sem strandað hafði við Vatnsnes áratugum áður."

(Eðvald Magnússon á Hvammstanga. 21.10.2016, en hann færði safninu flagspyrnurnar. Hér hefur önnur þeirra verið gerð upp.).

Flagspyrnurnar hafa án efa komið sér vel og aukið dráttargetu Farmalsins...


Heimildir

Tíminn. 17.09.1927. 42 tbl., bls. 157

Þetta aðfang er í Landbúnaðarsafni Íslands. Áætlað er að gripir safnsins séu nær 800, margir vænir að stærð, og undir sumum númerum leynast fleiri stakir gripir (dráttarvél fylgja t.d. handverkfæri sem fæst eru talin sérstaklega). Þorri gripanna hefur verið skráður í Excel-skjöl með helstu upplýsingum, en auk þess hefur um langt árabil verið færð rafræn dagbók safnsins sem einnig er eins konar aðfangabók. Nokkrir tugi gripa eru þegar skráðir í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.