LeitaVinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantarLandfræðileg staðsetning


HeitiTraktor, dráttarvél
MyndefniTraktor
Ártal1947-1949

StaðurBjargshóll, Mýrar, Tannstaðir
ByggðaheitiAustursíða, Heggstaðanes, Hrútafjörður
Sveitarfélag 1950Fremri-Torfustaðahreppur, Staðarhreppur V-Hún., Ytri-Torfustaðahreppur
Núv. sveitarfélagHúnaþing vestra
SýslaV-Húnavatnssýsla
LandÍsland

GefandiGunnlaugur Frosti Guðmundsson 1966-
NotandiDaníel Daníelsson 1914-2003, Gunnlaugur Frosti Guðmundsson 1966-, Jónatan Daníelsson 1911-1993

Nánari upplýsingar

Númer1155/1997-3-1
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
EfniMálmur, Plast, Vír

Lýsing

Fyrsta Zetor dráttarvélin sem kom til landsins og var auglýst undir nafninu dragþóra. Vélin er af árgerðinni 1948 og gerði safnið hana upp á árunum 2007-2008. Erlendur Sigurðsson stýrði því verki. Vélin kom upprunalega frá Bjargshóli þar sem Jónatan Daníelsson keypti vélina og síðar var hún notuð af Daníel Daníelssyni á Tannsstöðum. Árið 1981 "bjargar" Gunnlaugur Guðmundsson á Mýrum í sömu sveit vélinni frá eyðileggingu samkvæmt Daníel. Á hún að hafa komið með sláttuvél sem reyndist illa og skemmdist strax. Dráttarvélin var hins vegar notuð töluvert um alla sveit fyrir norðan um árabil. 


Sýningartexti

Zetor 25 1948

Hér stendur fyrsta Zetor-dráttarvélin sem kom til Íslands. Þetta er líka fyrsta dísel-hjóladráttarvélin sem landsmenn eignuðust!

Zetorinn kom að Bjargshóli í V-Hún. Þaðan barst hann að Mýrum í sömu sýslu. Þaðan var hann gefinn Lb. Safni sem gerði hann upp, aðallega á árunum 2007-2008. Zetor-dráttarvélin var smíðuð í þekktum tékkneskum vélaverksmiðjum sem mikið afhroð guldu í seinni heimsstyrkjöldinni.

Undrafljótt eftir styrjaldarlokin stóð fyrsti Zetorinn fullbúinn til þess að hefja vinnslu kornakra og annars ræktunarlands sem svo sárlega skorti mat og fólk til starfa eftir hörmungar heimsstyrjaldarinnar. 


Heimildir

Upplýsingar úr Árbók Landbúnaðarsafnsins eftir fengnum upplýsingum frá fyrrum eigendum. 
Bjarni Guðmundsson. "Zetor vanmetinn vinnuþjarkur." Bændablaðið. 7. október 2008, 18. 

Þetta aðfang er í Landbúnaðarsafni Íslands. Áætlað er að gripir safnsins séu nær 800, margir vænir að stærð, og undir sumum númerum leynast fleiri stakir gripir (dráttarvél fylgja t.d. handverkfæri sem fæst eru talin sérstaklega). Þorri gripanna hefur verið skráður í Excel-skjöl með helstu upplýsingum, en auk þess hefur um langt árabil verið færð rafræn dagbók safnsins sem einnig er eins konar aðfangabók. Nokkrir tugi gripa eru þegar skráðir í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.