Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar



Landfræðileg staðsetning


HeitiTraktor, dráttarvél
MyndefniTraktor
Ártal1974-1976

StaðurSteindórsstaðir
ByggðaheitiReykholtsdalur
Sveitarfélag 1950Reykholtsdalshreppur
Núv. sveitarfélagBorgarbyggð
SýslaBorgarfjarðarsýsla (3500) (Ísland)
LandÍsland

GefandiGuðfinna Guðnadóttir 1959-, Þórarinn Skúlason 1955-
NotandiEinar Pálsson 1915-1995, Guðfinna Guðnadóttir 1959-, Sigurður Geirsson 1918-1989, Þórarinn Skúlason 1955-

Nánari upplýsingar

Númer2011-2-1
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
EfniGler, Leður, Málmur, Plast, Svampur, Vír

Lýsing

Blámáluð Ford 3000 af árgerð 1975, dráttarvél frá Steindórsstöðum keypt á áttunda áratug 20. aldar í Þór. Vélin var notuð fram til ársins 2011 þegar hjónin á Steindórsstöðum Guðfinna Guðnadóttir og Þórarinn Skúlason gáfu safninu gripinn. Á þessari vél er hið nútímalega útlit dráttarvéla komið þar sem er komið ekilshús sem bætti vinnuaðstöðu og öryggi ökumanns til muna. 


Sýningartexti

Ford 3000

Dráttarvélin, árgerð 1975, er gjöf þeirra Guðfinnu og Þórarins á Steindórsstöðum í Reykholtsdal til safnsins 16. júlí 2011. Ford 3000 var framleidd á árunum 1965-1975 og var 38-40 hö. Dráttarvélin er ágætur fulltrúi þeirra breytinga sem þá voru að verða: Nútímalegt útlit og í stað öryggisgrindar komið ekilshús sem bætti vinnuaðstöðu og öryggi ekilsins til mikilla muna. Á Steindórsstöðum var vélin notuð allt til ársins 2011. 

Hér á eftir fer brot úr sögu dráttarvélarinnar:

„Árið 1975 hugðust þeir frændur Einar Pálsson á Steindórsstöðum og Sigurður Geirsson á Vilmundarstöðum festa kaup á heybindivél í félagi. Fór Einar til Reykjavíkur fyrripart vetrar til að festa sér vél. Fékk hann Þorstein bróður sinn, sem var búsettur í Reykjavík og rak þar bílaklæðningaverkstæði, til að lóðsa sig um borgina.

Þar sem þeir voru á gangi í Ármúlanum á leið í mat í Múlakaffi lá leið þeirra fram hjá Þór hf. Þar stóð úti í glugga þessi líka fína Ford 3000 dráttarvél. Einar staldraði við og sagði við Steina: „Þennan langar mig að kaupa, ég á bara ekki fyrir honum.“ Steini svaraði um hæl: „Ég lána þér bara.“  Fóru þeir síðan inn og sömdu um kaup á vélinni. Fékkst hún á sýningarverði með þeim skilyrðum að hún fengi að standa í glugganum fram á vor. Þegar kom að greiðslu dró Steini veskið úr rassvasanum og taldi traktorsverðið í seðlum á borðið.

Um vorið sótti síðan Einar hvort tveggja, Fordinn og bindivélina, og keyrði á Fordinum rakleitt heim að Steindórsstöðum.“

(Þórarinn Skúlason 16. júlí 2011). 

Þetta aðfang er í Landbúnaðarsafni Íslands. Áætlað er að gripir safnsins séu nær 800, margir vænir að stærð, og undir sumum númerum leynast fleiri stakir gripir (dráttarvél fylgja t.d. handverkfæri sem fæst eru talin sérstaklega). Þorri gripanna hefur verið skráður í Excel-skjöl með helstu upplýsingum, en auk þess hefur um langt árabil verið færð rafræn dagbók safnsins sem einnig er eins konar aðfangabók. Nokkrir tugi gripa eru þegar skráðir í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.