Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar



Landfræðileg staðsetning


HeitiBlæja, Skautbúningur, Stokkabelti
MyndefniBlóm, Munstur
Ártal1900-1904

StaðurGrenivík
ByggðaheitiHöfðahverfi
Sveitarfélag 1950Grýtubakkahreppur
Núv. sveitarfélagGrýtubakkahreppur
SýslaS-Þingeyjarsýsla (6600) (Ísland)
LandÍsland

Hlutinn gerðiKarólína Guðmundsdóttir, Árni Höskuldsson
GefandiSteinunn Karólína Ingimundardóttir 1925-2011
NotandiSteinunn Karólína Ingimundardóttir 1925-2011, Þuríður Jakobsdóttir Kvaran 1886-1937

Nánari upplýsingar

Númer2022-112
AðalskráMunur
UndirskráMunaskrá - MSA
EfniBómullarefni, Málmur, Silfur, Ullarefni
TækniTækni,Textíltækni,Saumur,Útsaumur,Skattering

Lýsing

Skautbúningur gefinn Minjasafninu á Akureyri í minningu Steinunnar Karólínu Ingimundardóttur

Upplýsingar samkvæmt fylgigögnum:

Fyrsti eigandi búningsins var frú Þuríður Jakobsdóttir, f. 14.5.1865, eiginkona Sigurðar Kvaran, læknis í Höfðahverfi á árunum 1893-1904, en þá mun þessi búningur hafa verið saumaður. Hjördís dóttir þeirra seldi Steinunni Karólínu Ingimundardóttur, f. 29.4.1925, búninginn milli 1965-1970. Talið er að Valgerður Karólína Guðmundsdóttir, prestfrú í Grenivík, amma Steinunnar, hafi meðal annarra saumað hluta af blómabekknum sem er skatteraður. Valgerður Karólína Guðmundsdóttir lét gera beltið. Árni Höskuldsson gullsmiður í Reykjavík smíðaði hlekki til viðbótar þeim sem til voru til að fullgera beltið fyrir Steinunni Karólínu. Koffur, brjóstnæla og ermahnappar fylgdu búningnum þegar Steinunn keypti hann. 

Þetta aðfang er í Minjasafninu á Akureyri. Safnkostur safnsins skiptist í gripi og ljósmyndir. Gripir eru um 15.000, þar af 8.793 skráðir í Sarp. Ljósmyndir eru um 3.000.000. Fjöldi safngripa er áætlaður. Öll ný aðföng sem berast safninu eru skráð á afsalseyðublað áður en endanleg skráning fer fram í Sarp. Ljósmyndir af gripum munu verða settar inn eins fljótt og auðið er.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.