Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar



Landfræðileg staðsetning


HeitiFerðaprímus, Prímus
Ártal1950-2000

StaðurSpítalavegur 13
ByggðaheitiBrekkan
Sveitarfélag 1950Akureyri
Núv. sveitarfélagAkureyrarbær
SýslaEyjafjarðarsýsla (6500) (Ísland)
LandÍsland

GefandiJón Sigurgeirsson 1909-2000, Ragnhildur Jónsdóttir 1926-2011
NotandiGeirfinnur Jónsson 1955-, Herdís Anna Jónsdóttir 1962-, Jón Gauti Jónsson 1952-2007, Jón Sigurgeirsson 1909-2000, Ragnhildur Jónsdóttir 1926-2011, Sólveig Anna Jónsdóttir 1959-

Nánari upplýsingar

Númer2011-87
AðalskráMunur
UndirskráMunaskrá - MSA
Stærð34 x 22 x 8 cm
EfniMálmur

Lýsing

Ferðaprímus. Ferkantaður lokaður kassi, blár málmur. Járnin sem spenna hann saman eru líka fætur þegar hann er opnaður. 

Úr búi Jóns Sigurgeirssonar og Ragnhildar Jónsdóttur, Spítalavegi 13. Jón (f. 14. apríl 1909 - d. 11. sept 2000) var frá Helluvaði í Mývatnssveit og Ragnhildur (f. 24. ágúst 1926 - d. 1. apríl 2011) var frá Gautlöndum í Mývatnssveit. Börn Ragnhildar og Jóns eru Jón Gauti f. 1952, Geirfinnur f. 1955, Sólveig Anna f. 1959 og Herdís f. 1962. Þau hófu búskap sinn í Aðalstræti 50, Akureyri en fluttu árið 1957 í Spítalaveg 13 og bjuggu þar alla tíð. 

Bæði voru hjónin afar virk í ýmsu félagsstarfi. Jón var heiðursfélagi í Ferðafélagi Akureyrar og vann með þeim að fjölda verkefna á hálendinu s.s. við skálabyggingar, veglangningar og brúarsmíði. Hann starfaði með ýmsum kórum og Lúðrasveit Akureyrar. Hann stundaði bókband og smíðar sem áhugamál. Ragnhildur vann t.d. á Kristneshæli. Hún sat í stjórn Slysavarnarfélags Akureyrar og stjórn Húsmæðraskóla Akureyrar. Hún starfaði einnig í Kvenfélaginu Hlíf. 

Þetta aðfang er í Minjasafninu á Akureyri. Safnkostur safnsins skiptist í gripi og ljósmyndir. Gripir eru um 15.000, þar af 8.793 skráðir í Sarp. Ljósmyndir eru um 3.000.000. Fjöldi safngripa er áætlaður. Öll ný aðföng sem berast safninu eru skráð á afsalseyðublað áður en endanleg skráning fer fram í Sarp. Ljósmyndir af gripum munu verða settar inn eins fljótt og auðið er.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.