Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiKistulok, Númeraspjald, Spjald
MyndefniBlómaker
Ártal1667

StaðurEyvindarhólakirkja
ByggðaheitiUndir Eyjafjöllum
Sveitarfélag 1950A-Eyjafjallahreppur
Núv. sveitarfélagRangárþing eystra
SýslaRangárvallasýsla
LandÍsland

GefandiEyvindarhólakirkja

Nánari upplýsingar

NúmerR-1870
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð72 x 51 cm
EfniViður
TækniMyndlist

Lýsing

Svart spjald með gylltu blómkeri, lakkerað, kínverskt eða austurlenskt, upphaflega kistulok. Var lengi notað sem altaristafla í Steinakirkju, síðar sem númeraspjald í Eyvindarhólakirkju. Svipuð spjöld voru í nokkrum kirkjum í Skaftafellssýslu. Þetta spjald virðist hafa komið til landsins með Gullskipinu svokallaða, Het Wapen von Amsterdam. Það strandaði á Skeiðarárssandi 19. september 1667.

Hluti af svarta lakkinu er búið að mást af spjaldinu, þar sem krít hefur verið notuð til þess að skrifa á hana. Enn má sjá síðustu númerin sem skrifuð voru á töfluna.

 

Afhent af sóknarnefnd Eyvindarhólakirkju.                                                                                                                                                                                                                                                                        

Þetta aðfang er í Skógasafni. Heildarfjöldi gripa í safninu er um 15.000. Um 10.000 gripir hafa verið skráðir í Sarp sem er um 70% safnkostsins. Um er að ræða fullnaðar-skráningu án mynda og upplýsinga um geymslustað. Jafnframt er ætlunin að skrá geymslustað og ljósmynda gripi og setja inn í Sarp. Það er ærið verk og ræðst af fjárhagsstöðu safnsins. Um 5.000 ljósmyndir hafa verið handskráðar.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.