Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


Ljósmyndari/Höf.Arthur Charles Gook 1883-1959
Nafn/Nöfn á myndFlorence Ethel Gook 1883-1948, Irene Gook 1909-2011
Ártal1910-1911

StaðurSjónarhæð
Annað staðarheitiHafnarstræti 63
ByggðaheitiMiðbær
Sveitarfélag 1950Akureyri
Núv. sveitarfélagAkureyrarbær
SýslaEyjafjarðarsýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerGook-711
AðalskráMynd
UndirskráArthur Gook
GerðSvart/hvít negatíf - Þurrnegatíf Gler
GefandiIrene Gook 1909-2011

Lýsing

Florence Ethel Gook f.1.12.1883 og Irene Gook f.11.8.1909 bakvið Sjónarhæð, um 1910.


Heimildir

Ljósmyndasafn Arthur Gook var afhent af dóttur hans Irene Gook. Í því eru bæði filmur og glerplötur, teknar á því tímabil sem Arthur var búsettur á Íslandi frá 1905 til 1955. Þær eru teknar á Íslandi, í Bretlandi og víðar. Arthur Gook framkallaði sjálfur allar sína glerplötur og filmur og gerði síðan kópíur á pappír. Til þess hafði hann myrkraherbergi í Sjónarhæð, Hafnarstræti 63. Hann bjó til skyggnur á glerplötur til þess að halda sýningar af myndum sínum bæði á Íslandi og erlendis. Einn tilgangur Arthur með þessum myndatökum var að sýna styrktaraðilum trúboðsins í Englandi mannlífið og aðstæður manna á Akureyri, og til þess að viðhalda fjárstreymi til ýmissa mikilvægra verkefna gangandi. Þetta varð til þess að hann tók myndir af ýmsu því sem engir aðrir voru að mynda á þeim tíma og þótti of ómerkilegt eða hluti af daglegu lífi sem enginn tók eftir.

Tekin voru viðtöl við Irene Gook 16.2.2005 og 2.3.2005 þar sem hún hjálpaði við greiningu myndanna, og eru þær upplýsingar notaðar við skráninguna.

Þetta aðfang er í Minjasafninu á Akureyri. Safnkostur safnsins skiptist í gripi og ljósmyndir. Gripir eru um 15.000, þar af 8.793 skráðir í Sarp. Ljósmyndir eru um 3.000.000. Fjöldi safngripa er áætlaður. Öll ný aðföng sem berast safninu eru skráð á afsalseyðublað áður en endanleg skráning fer fram í Sarp. Ljósmyndir af gripum munu verða settar inn eins fljótt og auðið er.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.