Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar



Landfræðileg staðsetning


HeitiBrennimark, á húsdýrum

StaðurKolviðarhóll
ByggðaheitiHellisheiði, Ölfus
Sveitarfélag 1950Ölfushreppur
Núv. sveitarfélagÖlfus
SýslaÁrnessýsla (8700) (Ísland)
LandÍsland

GefandiSkúli Helgason 1916-2002

Nánari upplýsingar

NúmerBÁ-581
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð35 cm
EfniJárn, Stál, Viður
TækniTækni,Trésmíði

Lýsing

Brennimark grafið á það Kolviðarh.( e. Kolviðarhóll ). Skúli Helgason fann það af tilviljun í járnarusli (sorphaug) fyrir vestan húsin á Kolviðarhóli í Ölfusi. Brennimarkið er með skafti og lítt slitið og skemmt. Notað á tól og vagna sem oft voru lánaðir.

Kolviðarhóll var um langt skeið helsti áningarstaður ferðafólks á leið yfir Hellisheiði. Þar bjuggu gestgjafar sem veittu gistingu og sáu um veitingar. Kolviðarhóll sem áningarstaður mátti lifa þrjú tímabil. Fram til aldamóta 1900 voru það klyfjahestarnir, svo kom annað tímabilið hestvagnaöldin og mátti sjá fjölmarga hestvagna á hlaði Kolviðarhóls. Upp úr 1920 koma bílar til sögunnar og var á fyrstu áratugum bílaaldar venja að komið væri við á „Hólnum“. Kolviðarhól var lokað árið 1952 og stórt og reisulegt hús eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar var rifið af Reykjavíkurborg árið 1970.

Heimildir

Skúli Helgason: Saga Kolviðarhóls. (Selfoss, 1959).

Þetta aðfang er í Byggðasafni Árnesinga. Fjöldi færslna hjá safninu var í árslok 2022 sem hér segir: Fornleifar 916, safnmunir 7.418, ljósmyndir 6.788. Í þessum tölum eru safnmunir Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka og Tónminjaseturs Íslands.

Söfnun muna til Byggðasafns Árnesinga hófst árið 1953. Safnkosturinn er að stærstum hluta skráður í Sarp.

Allar leiðréttingar og viðbótarupplýsingar eru vel þegnar.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.