Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


HeitiTóbaksdós
Ártal1860-1900

StaðurStóra-Ármót
ByggðaheitiFlói
Sveitarfélag 1950Hraungerðishreppur
Núv. sveitarfélagFlóahreppur
SýslaÁrnessýsla (8700) (Ísland)
LandÍsland

GefandiDóra Theodórs Sigurjónsdóttir 1920-2010, Hólmfríður Sigurjónsdóttir 1925-1997
NotandiJón Eiríksson 1829-1900

Nánari upplýsingar

NúmerBÁ-3002
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð6,2 x 4,8 x 1,4 cm
EfniLátún, Silfur
TækniTækni,Málmsmíði

Lýsing

Neftóbaksdós, sporöskjulaga úr messingblöndu með silfurplatta á loki sem á stendur JÓN. Sett saman úr þremur einingum botn, hliðar og lok en lokið er með hjörum. Úr eigu afa gefenda, Jóns Eiríkssonar bónda á Stóra-Ármóti í Hraungerðishreppi frá 1860 til 1898.

Það má ætla að neftóbaksbyttur/dósir/baukar hafi verið hið mesta þarfaþing. Ponta var líka til, þá var talað um að stúta sig eða snússa sig, þegar hellt var úr pontu upp í nef sér. Um tóbaksnotkun segir:
„Sumir stútuðu sig helst úti í vindi. Flestir tóku af handarbaki. Úr dósum tóku flestir milli fingra sér og stungu í nefið. Einstaka miklir tóbaksmenn ráku nefið niður í dósina og sugu fast.“
Nú er úti nauð og þá
nú er duggan komin.
Nú er tóbak nóg að fá
nú skal fylla kvominn.

Þetta aðfang er í Byggðasafni Árnesinga. Fjöldi færslna hjá safninu var í árslok 2022 sem hér segir: Fornleifar 916, safnmunir 7.418, ljósmyndir 6.788. Í þessum tölum eru safnmunir Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka og Tónminjaseturs Íslands.

Söfnun muna til Byggðasafns Árnesinga hófst árið 1953. Safnkosturinn er að stærstum hluta skráður í Sarp.

Allar leiðréttingar og viðbótarupplýsingar eru vel þegnar.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.