Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


HeitiHerðaslá
Ártal1900-1934

StaðurHerdísarvík
ByggðaheitiSelvogur
Sveitarfélag 1950Selvogshreppur
Núv. sveitarfélagÖlfus
SýslaÁrnessýsla (8700) (Ísland)
LandÍsland

Hlutinn gerðiÓlöf Sveinsdóttir
GefandiFanný Þórarinsdóttir 1891-1973
NotandiÓlöf Sveinsdóttir 1856-1934

Nánari upplýsingar

NúmerBÁ-1076
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð13 cm
EfniHár
TækniTækni,Textíltækni,Hekl

Lýsing

Herðaslá, flegin að framan niður í brjóst með brúnum hekluðum bekk umhverfis hálsmálið, hefur náð ofan til mittis á meðalkonu, að neðan er kögur allt um kring um 13,0 sm langt. Hálsbekkurinn og kögrið er með brúnleitum blæ en sláin sjálf aðeins ljósari af sama lit.

Flík þessa spann í og prjónaði úr sínu eigin hári Ólöf Sveindótttir húsfrú í Herdísarvík í Selvogi. Hún hafði óvenjumikið hár og byrjaði að safna því úr greiðu sinni upp úr þrítugsaldri.  Með árunum eða skömmu eftir aldamótin 1900 var það orðið svo mikið að vöxtum að hún spann og heklaði úr því herðaslána. Mjög fátítt, ef ekki einsdæmi er að nokkur kona hafi unnið slíkt úr sínu eigin hári. Ólöf var einn fyrsti íslendingurinn sem lærði esperanto.Gefandi var dóttir Ólafar.

Þetta aðfang er í Byggðasafni Árnesinga. Fjöldi færslna hjá safninu var í árslok 2022 sem hér segir: Fornleifar 916, safnmunir 7.418, ljósmyndir 6.788. Í þessum tölum eru safnmunir Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka og Tónminjaseturs Íslands.

Söfnun muna til Byggðasafns Árnesinga hófst árið 1953. Safnkosturinn er að stærstum hluta skráður í Sarp.

Allar leiðréttingar og viðbótarupplýsingar eru vel þegnar.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.