LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiLjár

StaðurFossá
ByggðaheitiFossárdalur
Sveitarfélag 1950Gnúpverjahreppur
Núv. sveitarfélagSkeiða- og Gnúpverjahreppur
SýslaÁrnessýsla (8700) (Ísland)
LandÍsland

GefandiSigurjón Þór Erlingsson 1933-

Nánari upplýsingar

NúmerBÁ-1058
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð36,5 cm
EfniJárn
TækniTækni,Málmsmíði,Járnsmíði
FinnandiSigurjón Þór Erlingsson

Lýsing

"4. janúar 1969. Afhent af Þjóðminjaverði: Sláttuljár fundinn í Fossárdal í Þjórsárdal af Sigurjóni Þ. Erlingssyni á Selfossi fyrir 3-4 árum. Ljárinn er að öllum líkindum frá því fyrir 1104 en þá fór Þjórsárdalur eyði. Eftir ósk Sigurjóns og samþykki Þjóðminjavarðar er ljárinn afhentur í Byggðasafn Árnesinga." (Aðfangabók)

Ljárinn er ryðgaður, 35 sm langur. Sigurjón Þ. Erlingsson múrarameistari á Selfossi fann ljáinn um 1966. Hann skrifar:

„Fundinn ljár í Þjórsárdal

Það hefir verið sumarið 1966 eða ´67 að ég og Sigurður sonur minn vorum á ferð í Þjórsárdal. Líklegast er að við höfum verið að leita að álitlegu berjalandi. Ég ók upp svonefnt Reykholt sem er hæðarrani utan við Fossá í suðvestur að sjá frá Stöng. Þar endaði bílslóðinn. Við vildum skoða okkur betur um og gengum áfram upp með ánni yfir dálítið sléttlendi nær ógróið. Þar við ána komum við að mikilli vikurdyngju með ljósum vikri vafalaust frá gosinu mikla 1104. Fast við ána hafði fokið eða runnið frá sláttuljá sem lá fast við ána. Ég sá strax að þarna hlaut að vera um merkisgrip að ræða.

Þarna hefir auðvitað verið engjaland Stangarbónda á árbakkanum. Ég sem gamall sveitamaður hafði slegið heilmikið með orfi og ljá á mínum uppvaxtarárum. Þessi ljár var nokkru styttri en þeir ljáir sem notaðir voru í mínu ungdæmi, en var þó bersýnilega heill og óbrotinn. Hann var töluvert slitinn. Mér fannst sjálfsagt að hirða ljáinn, fannst hann eiga best heima í Byggðasafni Árnesinga og afhenti hann þangað. Það má til gamans geta sér þess til að Gaukur bóndi í Stöng  hefir verið þarna við slátt þegar hann gat ekki stillt sig um að eiga ástarfund með húsfreyjunni á Steinastöðum sem var næsti bær sunnan við Stöng.

Til er gömul þjóðvísa lögð í munn húsfreyju á Steinastöðum:  „Önnur var mín ævin, þegar Gaukur bjó í Stöng. Þá var ei til Steinastaða leiðin löng.“ Svo sem kunnugt er sátu óvinir Gauks fyrir honum og drápu við Gaukshöfða.

Skrifað í maí 2023,

Sigurjón Þ. Erlingsson.“

Þetta aðfang er í Byggðasafni Árnesinga. Fjöldi færslna hjá safninu var í árslok 2022 sem hér segir: Fornleifar 916, safnmunir 7.418, ljósmyndir 6.788. Í þessum tölum eru safnmunir Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka og Tónminjaseturs Íslands.

Söfnun muna til Byggðasafns Árnesinga hófst árið 1953. Safnkosturinn er að stærstum hluta skráður í Sarp.

Allar leiðréttingar og viðbótarupplýsingar eru vel þegnar.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.