LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


HeitiEyrnaskefill, Naglaskafa

StaðurLaugardalshólar
ByggðaheitiLaugardalur
Sveitarfélag 1950Laugardalshreppur
Núv. sveitarfélagBláskógabyggð
SýslaÁrnessýsla (8700) (Ísland)
LandÍsland

GefandiStefán Ingvarsson 1906-1963
NotandiStefán Stefánsson Stephensen 1832-1922

Nánari upplýsingar

NúmerBÁ-604
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð6 cm

Lýsing

Eyrnaskefill og naglaskafa samantengt með festi, allt úr silfri. Sköfurnar eru tæpir 6 sm á lengd. Kom upp úr mold við stéttina í Laugardalshólum um 1950. Gefandinn Stefán Ingvarsson bóndi í Laugardalshólum í Laugardalshreppi sagði þennan grip vera úr eigu afa síns séra Stefáns síðast prests á Mosfelli í Grímsnesi en hann bjó í Laugardalshólum um skeið og hafa þá þessir smáhlutir glatast.

Sr. Stefán Stephensen var aðalhvatamaður að skilnaði Laugardals frá Grímsneshreppi og var orsökin deilur um vegamál. Sr. Stefán var fyrsti oddviti Laugardalshrepps eða frá 1906 til 1911.

Þetta aðfang er í Byggðasafni Árnesinga. Fjöldi færslna hjá safninu var í árslok 2022 sem hér segir: Fornleifar 916, safnmunir 7.418, ljósmyndir 6.788. Í þessum tölum eru safnmunir Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka og Tónminjaseturs Íslands.

Söfnun muna til Byggðasafns Árnesinga hófst árið 1953. Safnkosturinn er að stærstum hluta skráður í Sarp.

Allar leiðréttingar og viðbótarupplýsingar eru vel þegnar.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.