Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


MyndefniDrengur, Höfuðklútur, Karlmaður, Kona, Sauðskinnsskór, Stelpa, Strákur, Stúlka, Svunta
Ártal1930-1950

StaðurGestsstaðir
ByggðaheitiTungusveit
Sveitarfélag 1950Kirkjubólshreppur
Núv. sveitarfélagStrandabyggð
SýslaStrandasýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer2021-4-58
AðalskráMynd
UndirskráAlmennt myndasafn
GerðSvart/hvít pósitíf
GefandiElín Skeggjadóttir 1939-

Lýsing

Fimm manneskjur eru á myndinni. Frá vinstri: ung stúlka, með höfuðklút bundinn um hárið, í kjól og með svuntu yfir. Næst er fullorðin kona, í blússu og pilsi, með svuntu yfir og gleraugu. Í miðjunni er ungur drengur. Hægra megin við hann er unglingspiltur, klæddur í ljósa skyrtu og með axlabönd. Á endanum er fullorðinn karlmaður með mikið skegg. Þau standa öll utandyra með bakið í eitthvað sem er annaðhvort torfveggur eða grasbrekka, virðast öll vera klædd í sauðskinnsskó.

Mynd er úr safni Elínar Skeggjadóttur. Foreldrar hennar voru Skeggi Samúelsson frá Miðdalsgröf og Ragnheiður Jónsdóttir frá Kollafjarðarnesi. Þau bjuggu á Felli í Kollafirði 1929-1932, svo á Ísafirði til 1946 en fluttu þá til Reykjavíkur.

Þetta aðfang er í Sauðfjársetri á Ströndum. Safnið varðveitir yfir 1000 muni, fjölda skjala og bóka, nokkur listaverk, u.þ.b. 2000 eldri ljósmyndir og um 4000 samtímamyndir. Einnig er safnað minningum Strandamanna og margvíslegum fróðleik með spurningaskrám og viðtölum. Árið 2017 stendur yfir skráningarátak þar sem upplýsingar um eldri myndir og muni eru skráðar í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.