LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiVottorð
MyndefniVottorð
Ártal2008

ByggðaheitiReykjavík
Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland

GefandiFreysteinn Guðmundur Jónsson 1955-
NotandiFreysteinn Guðmundur Jónsson 1955-

Nánari upplýsingar

Númer2021-10-2
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Öndvegisstyrkur
Stærð10,8 x 8,1 x 0,1 cm
EfniPappír, Plast

Lýsing

Heilbrigðisvottorð Freysteins G. Jónssonar flugstjóra. Skírteinið var gefið út af Flugmálastjórn Íslands 11. ágúst 2008.  

Skírteinið er í þríbroti, er hvítt að lit, með merki Flugmálastjórnar Íslands á forsíðunni og titlinum Heilbrigðisvottorð 1. flokks – Medical Certificate Class 1. Skírteinið er í plastvasa.

 

Freysteinn G. Jónsson er fæddur 21. febrúar 1955. Hann lauk atvinnuflugmannsprófi og blindflugsprófi árið 1979. Þá lauk hann flugkennaraprófi árið 1980. Á árunum 1980 til 1982 starfaði Freysteinn sem flugkennari hjá Flugtaki og 1982-1984 starfaði hann hjá Leiguflugi Sverris Þóroddssonar. Frá 11. nóvember 1984 hóf Freysteinn störf hjá Flugleiðum og starfaði þar allt til starfsloka 2010. 


Heimildir

Flugmannatal 

Flugsafn íslands var stofnað 1999. Hlutverk safnsins er að safna og varðveita sögu flugsins á Íslandi, vekja athygli á mikilvægi þess og geyma sögu þeirra sem að flugmálum hafa komið.

 


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.