Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


HeitiSkyrta

StaðurHoltastaðir
ByggðaheitiLangidalur
Sveitarfélag 1950Engihlíðarhreppur
Núv. sveitarfélagBlönduósbær
SýslaA-Húnavatnssýsla
LandÍsland

Hlutinn gerðiKristín Dóra Jónsdóttir
GefandiKristín Dóra Jónsdóttir 1943-2021

Nánari upplýsingar

NúmerHIS-2693
AðalskráMunur
UndirskráHeimilisiðnaðarsafnið
Stærð31 cm
EfniLéreft
TækniHandsaumur

Lýsing

Ungbarnaskyrta, hvít úr mjög þunnu lérefti. Bendlaband á innri boðungi svo hægt var að binda að innan verðu. Yfirboðungur lagðist svo yfir hinn og bundið saman í hlið með tvennum bendlaböndum. Blúnda vörpuð við boðunga og meðfram hálsmáli. Skyrtan var skyldustykki námsmeyja við Kvennaskólann á Blönduósi veturinn 1961-1962.

Skömmu fyrir andlát sitt, hafði Kristín samband við Elínu safnstjóra sem var skólasystir hennar á Kvennaskólanum. Bað hún Elínu að taka við munum sem hún hafði unnið á skólanum til varðveislu í safninu. Munir þessir eru nr. 2682-2702 og flestir ónotaðir.

Þetta aðfang er í Heimilisiðnaðarsafninu. Heimilisiðnaðarsafnið var upphaflega opnað árið 1976 á 100 ára afmæli Blönduósbæjar sem verslunarstaðar.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.