Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurÞórður Hall 1949-
VerkheitiÍ þokunni III
Ártal1977

GreinGrafík - Silkiþrykk
Stærð47 x 43 cm
Eintak/Upplag10/20
EfnisinntakMannamynd, Veður, Þoka

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-3885
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniPappír
AðferðTækni,Þrykk,Flatþrykk,Silkiþrykk
HöfundarétturMyndstef , Þórður Hall 1949-

Sýningartexti

Eins og margir íslenskir listamenn sækir Þórður Hall innblástur í verk sín í íslenska náttúru. Í upphafi vann hann einkum grafíkverk og vann hann ötullega að því ásamt félögum sínum í Íslensk grafík að kynna þessa grein myndlistar fyrir landsmönnum. Í takt við tíðarandann í upphafi áttunda áratugarins fjallaði Þórður iðulega um samband manns og náttúru í verkum sínum og það viðkvæma jafnvægi sem þar ríkir og auðvelt er að raska. Skilin milli manns og náttúru sem einkenna nútíma samfélag voru honum hugleikin á áttunda áratugnum en úthugsuð myndbygging og samhljómur lita einkenndu einnig verk Þórðar á þessum tíma eins og síðar þegar hann lagði meiri áherslu á að fanga sjálfa náttúruna, margbreytileika hennar, birtuna og samspil forma og ljóss í misjöfnum veðrum og á mismunandi tímum dagsins og ársins. Þoka getur verið varasöm og leitt ferðamenn í villu enda hylur þokan öll kennileiti og gerir umhverfið einsleitt. Það á þó ekki við í myndröðinni Í þokunni. Þar virðist mannveran hafa tapað lit og sérkennum en umhverfið heldur fullu litaskrúði.


 

 

Like many Icelandic artists, Þórður Hall is inspired by Icelandic nature. At the beginning of his career, he produced mostly graphic art, introducing, with his colleagues in The Icelandic Printmaker’s Association, this field to his fellow countrymen. As was the zeitgeist in the beginning of the 1970s, Þórður frequently focused on the relationship between man and nature in his works and the delicate balance between them that is so easily disturbed. The separation between man and nature that characterizes modern society became his leitmotif in the 1970s, when his work was marked by carefully planned composition and synchronization of colour. So it was later even as he placed more emphasis on capturing nature itself, its diversity, the colour and interplay of forms and light in different weather conditions and at different times of the day or the year. Fog can be treacherous and can lead travellers into danger as it covers all landmarks and makes the environment seem monotone, This is not the case in the series In the Fog. There, the human beings seem to have lost their colour and particular characteristics, while the environment maintains its full colour spectrum.


Heimildir

‘islensk grafík sýning í Norræna húsinu 30. apríl - 9. maí 1977 Sýningarskrá,
Þórður Hall sýnir 13 nýjar grafíkmyndir á Ísafirði, Tíminn, 31. des. 1977. (mynd).


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.