Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurEirún Sigurðardóttir 1971-
VerkheitiEiningarband
Ártal2017-2021

GreinSkúlptúr, Textíllist
Stærð180 x 180 x 30 cm

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-11677
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniGarn, Járn, Steypa, Strammi, Viður
AðferðTækni,Textíltækni,Saumur,Útsaumur
HöfundarétturEirún Sigurðardóttir 1971-, Myndstef

Lýsing

„Nafnið á Einingarbandi er fengið úr Maístjörnunni, ljóði eftir Halldór Laxness, frístandandi skúlptúr úr hráu byggingarefni og mjúkum útsaumi, þar sem slétt og felld framhliðin er jafn sýnileg og óreiðan á bakhliðinni, ófrágengnir spottarnir og flækjurnar.
Stúlkurnar í verkinu horfa til okkar í sólinni. Nokkrum árum síðar bjuggu þær ekki lengur allar saman en á þessum sumardegi standa þær þétt, mynda hjarta, og það er innan í þessu sameiginlega hjarta sem atburðir áttu sér stað og minningar lifa, eitthvað sem þær upplifuðu og er erfitt fyrir aðra að skilja til fulls, jafnvel þær sjálfar.
Alsystur í framtíðarlandi fortíðarinnar og maí ný liðinn, en svo kom aftur maí og þá var Maístjarnan sungin mjög oft. Allt í heiftarlegri flækju og pabbi systranna að syngja þetta lag, syngja til þess að heyra ekki þögnina, syngja til þess að þurfa ekki að tala. Hann gat ekki skilið, ekki sleppt tökunum. Sársaukinn lifir í líkamanum, fyllir skynjunina svo ég fæ kökk í hálsinn við að syngja lagið, löngu löngu síðar.
Gamlir hnútar sem nauðsynlega þurfti að höggva á, flækjur sem var ekki í boði að láta flækjast meira, strengir sem þurfti að endurstilla og mamman gerði það fyrir sig og dætur sínar.
Hver saga annarri lík, samt einstök og fylgikvillarnir margvíslegir.
Allt er byrjað og ekki búið og það vissu þessar systur en vissu samt ekki þegar þær stilltu sér upp á svölunum á sjöttu hæðinni, hátt uppi með sólina í andlitinu.“ 

Texti eftir Eirúnu Sigurðardóttur af sýningunni Skýjaborg í Gerðarsafni 2021


Heimildir

Ljósmæðrablaðið, 1 tbl. 96.árg. 01.07.2018, bls. 7. (https://timarit.is/page/7038544#page/n6/mode/2up)


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.