Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurSindri Leifsson 1988-
VerkheitiSalt jarðar
Ártal2021

GreinSkúlptúr - Málmskúlptúrar
Stærð206 x 195 x 55 cm
EfnisinntakBiblía

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-11673
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniStál
AðferðTækni,Málmsmíði,Rafsuða
HöfundarétturMyndstef , Sindri Leifsson 1988-

Lýsing

Verkið Salt jarðar eftir Sindra Leifsson var fyrst sýnt á samsýningunni Veit andinn af efninu í Nýlistasafninu árið 2021. Heiti verksins er sótt í Matteusarguðspjallið en þar segir: ,,Þér eruð salt jarðar. Ef saltið dofnar, með hverju á að selta það?“(Matt. 5:13). Verkið er gert úr stáli og er fyrirmyndin smækkuð útgáfa af Parísarhjóli en í stað sæta fyrir fólk eru fjórar hillur fyrir litlar hrúgur af salti. Saltið er fengið með því að sjóða upp sjó sem sóttur var á Laugarnestanga í Reykjavík. Mótorinn í miðjunni knýr hjólið áfram og heldur því á hægri en stöðugri hreyfingu.

Kveikjan að verkinu eru hugleiðingar listamannsins um mörk hins manngerða og náttúrulega sem tengjast landfyllingu í Laugarnesi sem var gerð með efni úr grunninum að nýjum Landspítala við Hringbraut 2020-2021. Þessi landfylling hefur gjörbreytt umhverfinu og strandlínunni og haft áhrif á skynjun okkar á efnismassa. 


Sýningartexti

Heiti verksins Salt jarðar er sótt í Matteusarguðspjallið en þar segir: „Þér eruð salt jarðar. Ef saltið dofnar, með hverju á að selta það?“ (Matt. 5:13). Verkið er gert úr stáli og er fyrirmyndin smækkuð útgáfa af parísarhjóli en í stað sæta fyrir fólk eru fjórar hillur fyrir litlar hrúgur af salti. Saltið er fengið með því að sjóða upp sjó sem sóttur var við Laugarnestanga í Reykjavík. Mótorinn í miðjunni knýr hjólið áfram og heldur því á hægri en stöðugri hreyfingu.

Það er ekki tilviljun að saltið í verkinu komi úr sjónum við Laugarnestangann þar sem kveikjan að verkinu eru hugleiðingar listamannsins um mörk hins manngerða og náttúrulega. Þessar vangaveltur Sindra tengjast landfyllingu við Laugarnes, efni sem kom úr grunninum að nýjum Landspítala við Hringbraut á árunum 2020 til 2021. Líklega eru fáir sem leiða hugann að eðli slíkrar landfyllingar en Sindri vill benda á hvernig landfyllingin hefur gjörbreytt umhverfinu og strandlengjunni auk þess sem hún getur haft áhrif á skynjun okkar á efnismassa. 

 

The title of Salt of the Earth is taken from the Gospel of St. Matthew: Ye are the salt of the earth: but if the salt have lost his savour, wherewith shall it be salted?  (Matt. 5:13). The work is made of steel, a miniature version of a Ferris wheel at a funfair: instead of seats it has four shelves carrying small piles of salt. The salt was sourced by boiling up seawater from the Laugarnes headland in Reykjavík. The motor in the middle propels the wheel, which rotates slowly and steadily.

It is no coincidence that the salt in the piece came from the sea off Laugarnes, for it springs from the artist’s ideas about boundaries between the manmade and the natural. Sindri’s contemplation of  the subject originates in a land reclamation project at Laugarnes, using materials from the excavation of the site of the new National Hospital construction site on Hringbraut in 2020-21. Most people probably give little thought to such land reclamation, but Sindri wants to draw attention to the way that the project has transformed the environment and the coastline, while it can also affect our perception of mass.


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.