LeitaVinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurKristján Guðmundsson 1941-
VerkheitiHraðar/hægar I-II
Ártal1975

GreinTeiknun - Blekteikningar
Stærð19,5 x 53,51 cm
EfnisinntakEðlisfræði

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-3940
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniBlek
HöfundarétturKristján Guðmundsson 1941-, Myndstef

Sýningartexti

Þegar Kristján Guðmundsson bjó í Hollandi á áttunda áratug 20. aldar komst hann meðal annars í náin kynni við hugmyndalist eða konseptlist sem þá var þar efst á baugi, en eins og nafnið bendir til er meginforsenda liststefnunnar hugmyndin að baki verkinu og felst gildi listaverksins því í vitsmunalegu inntaki þess en ekki í efnislegri tilveru, fagurfræði eða persónulegri útrás listamannsins. Heiti og tvískipting verksins Hraðar/hægar I–II gefur vísbendingu um hvernig verkið er unnið, í því eru annars vegar línur sem eru dregnar hratt með bleki yfir pappírinn og hins vegar línur sem eru dregnar hægt yfir sams konar pappír. Þetta er eitt af fjölmörgum línuteikningaverkum sem Kristján vann og eru hluti af vangaveltum hans um tíma og rými og rannsóknum á grunnatriðum teikningar, þ.e. pappír, bleki, grafíti og línu, og varð teikningin að vísindalegu ferli þar sem stuðst var við reglustiku og tímatöku.    


Heimildir

Kristján Guðmundsson Teikningar/Drawings 1972-88. Listasafn Reykjavikur Kjarvalsstaðir, 1989. Sýningarskrá; Ólafur Gíslason, “Tómið og fylling þess”, Kristján Guðmundsson,  Mál og menning og Listasafn Reykjavíkur, 2001.


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.